Innlent

Viðbragðshópur vegna misnotkunar lyfseðilsskyldra lyfja myndaður

Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra
Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra
Velferðarráðherra hefur skipað viðbragðshóp til stemma stigu við misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja sem hafa verið notuð til sölu og dreifingar meðal fíkla á Íslandi samkvæmt tilkynningu sem ráðuneytið birti í dag.



Ætlast er til þess að þann 10. júní muni hópurinn leggja fram tillögur til ráðherra um aðgerðir sem hægt er að grípa til nú þegar, en svo muni hann beina vinnu sinni að aðgerðum til lengri tíma. Tillögurnar skulu meðal annars ná yfir aðgerðir varðandi eftirlit, skráningu, aðgengi að upplýsingum, takmörkun á aðgengi að lyfjunum og bráðaúrræði vegna misnotkunar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×