Erlent

Segja Svíana hindra hraðlest

Áætlanir Norðmanna um hraðlest milli höfuðborga Norðurlanda eru í uppnámi. Mynd/AP
Áætlanir Norðmanna um hraðlest milli höfuðborga Norðurlanda eru í uppnámi. Mynd/AP
Ólíklegt er að hugmyndir norskra samgönguyfirvalda um hraðlest milli höfuðborga Norðurlanda verði að veruleika í bráð.  Í Noregi hefur undanfarið verið unnið að undirbúningi lestar sem færi á allt að 330 kílómetra hraða á klukkustund milli Óslóar, Stokkhólms og Kaupmannahafnar en Svíar taka ekki í mál að leyfa meiri hraða en 250.

 

Í Aftenposten kemur fram að á þeim hraða myndi ferðalagið milli Óslóar og Kaupmannahafnar taka meira en þrjá tíma og þar með gera lestarferðirnar óhagkvæmar, því að fólk kysi þá fremur að fljúga milli staða.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×