Fyrsta skrefið til að beita ríkisstyrkjum til ritskoðunar 1. júní 2011 10:00 Baltasar Kormákur, Friðrik Þór Friðriksson og Þórir Snær Sigurjónsson eru óánægðir með þingsályktunartillögu níu þingmanna úr öllum flokkum um tóbaksvarnir. Þeir segja ómögulegt að banna alla reykingar í kvikmyndum og leikritum en menn gætu hins vegar haft það bak við eyrað að gera ekki meira úr reykingum en nauðsyn krefur. Reykingar Badda og hans félaga í Djöflaeyjunni hefðu orðið fyrir barðinu á reykingabanninu og Djöflaeyjan hefði sennilega átt í miklum erfiðleikum með að fjármagna sig. „Það er gáfulegra að spúa reyk en svona bulli. Ég hefði til að mynda ekki gefið mikið fyrir Engla alheimsins ef það hefði ekki mátt reykja í myndinni," segir Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri. Samkvæmt þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun um tóbaksvarnir, sem Siv Friðleifsdóttir lagði fram á Alþingi, segir að óæskilegt sé að leikarar reyki í íslenskum bíómyndum og á leiksviðum. Jafnframt kemur fram að: „leikrit og kvikmyndir sem reykt er í ættu ekki að fá opinbera styrki eða annan stuðning af skattfé. Þetta er ekki gert til að hindra listrænt frelsi eða tjáningu heldur til að sporna við þekktum aðferðum tóbaksframleiðenda við óbeinar auglýsingar á tóbaki." Friðrik rifjar upp að einhvern tímann hafi hann fengið bréf um að hann mætti ekki sýna umferðarlagabrot í myndum sínum.„Það eru alltaf einhverjir gæjar sem vilja hafa vit fyrir okkur. Ég hef sjálfur aldrei reykt en þessi tillaga er bara bull." Þess ber að geta að afar sjaldgæft er að þingsályktunartillaga frá þingmanni stjórnarandstöðuflokks sé samþykkt. Leikstjórinn Baltasar Kormákur er ómyrkur í máli gagnvart tillögunni. „Þetta er hættulegt skref og aðferðin, að leggja það til að hætta að styrkja kvikmyndir og leikrit sem reykt er í, er sérlega ógeðfelld því það væri þá fyrsta skrefið til að beita ríkisstyrkjum til ritskoðunar. Það væri mun gáfulegra að hafa leiðbeinandi óskir um að þetta yrði ekki gert meira en nauðsynlegt væri en maður spyr sig: hvað næst? Á að banna alla áfengisneyslu á hvíta tjaldinu og bíómyndir þar sem er blótað? Kvikmyndir eiga ekki að vera uppeldis- eða áróðurstæki heldur eiga þær að endurspegla samfélagið." Baltasar leikstýrði sem kunnugt er kvikmyndinni Contraband í Bandaríkjunum þar sem umræðan um tóbaksvarnir er hvað háværust og í þeirri mynd sjást nokkrar persónur reykja. „Myndverin óska eftir því að það sé ekki reykt meira en nauðsyn krefur."Þórir Snær Sigurjónsson, framleiðandi hjá ZikZak, segist sjálfur ekki vera hrifinn af reykingum í bíómyndum nema þeim sem notaðar eru í listrænum tilgangi. Til að mynda í Svörtum á leik, sem gerist 1999-2000 þegar reykingamenningin var allt öðruvísi en hún er í dag, sjáist persónurnar reykja. „Við höfum hins vegar notast við herbal-sígarettur í okkar myndum sem eru án tóbaks og nikótíns. Mér finnst persónulega að menn eigi að fara varlega í að banna en það er kannski sjálfsagt að menn hafi þetta bak við eyrað, bann væri eiginlega ekki alveg hægt." freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Edrú í eitt ár Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Annar bakaradrengur kominn í heiminn Lífið Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Lífið samstarf Fleiri fréttir Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Sjá meira
„Það er gáfulegra að spúa reyk en svona bulli. Ég hefði til að mynda ekki gefið mikið fyrir Engla alheimsins ef það hefði ekki mátt reykja í myndinni," segir Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri. Samkvæmt þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun um tóbaksvarnir, sem Siv Friðleifsdóttir lagði fram á Alþingi, segir að óæskilegt sé að leikarar reyki í íslenskum bíómyndum og á leiksviðum. Jafnframt kemur fram að: „leikrit og kvikmyndir sem reykt er í ættu ekki að fá opinbera styrki eða annan stuðning af skattfé. Þetta er ekki gert til að hindra listrænt frelsi eða tjáningu heldur til að sporna við þekktum aðferðum tóbaksframleiðenda við óbeinar auglýsingar á tóbaki." Friðrik rifjar upp að einhvern tímann hafi hann fengið bréf um að hann mætti ekki sýna umferðarlagabrot í myndum sínum.„Það eru alltaf einhverjir gæjar sem vilja hafa vit fyrir okkur. Ég hef sjálfur aldrei reykt en þessi tillaga er bara bull." Þess ber að geta að afar sjaldgæft er að þingsályktunartillaga frá þingmanni stjórnarandstöðuflokks sé samþykkt. Leikstjórinn Baltasar Kormákur er ómyrkur í máli gagnvart tillögunni. „Þetta er hættulegt skref og aðferðin, að leggja það til að hætta að styrkja kvikmyndir og leikrit sem reykt er í, er sérlega ógeðfelld því það væri þá fyrsta skrefið til að beita ríkisstyrkjum til ritskoðunar. Það væri mun gáfulegra að hafa leiðbeinandi óskir um að þetta yrði ekki gert meira en nauðsynlegt væri en maður spyr sig: hvað næst? Á að banna alla áfengisneyslu á hvíta tjaldinu og bíómyndir þar sem er blótað? Kvikmyndir eiga ekki að vera uppeldis- eða áróðurstæki heldur eiga þær að endurspegla samfélagið." Baltasar leikstýrði sem kunnugt er kvikmyndinni Contraband í Bandaríkjunum þar sem umræðan um tóbaksvarnir er hvað háværust og í þeirri mynd sjást nokkrar persónur reykja. „Myndverin óska eftir því að það sé ekki reykt meira en nauðsyn krefur."Þórir Snær Sigurjónsson, framleiðandi hjá ZikZak, segist sjálfur ekki vera hrifinn af reykingum í bíómyndum nema þeim sem notaðar eru í listrænum tilgangi. Til að mynda í Svörtum á leik, sem gerist 1999-2000 þegar reykingamenningin var allt öðruvísi en hún er í dag, sjáist persónurnar reykja. „Við höfum hins vegar notast við herbal-sígarettur í okkar myndum sem eru án tóbaks og nikótíns. Mér finnst persónulega að menn eigi að fara varlega í að banna en það er kannski sjálfsagt að menn hafi þetta bak við eyrað, bann væri eiginlega ekki alveg hægt." freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Edrú í eitt ár Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Annar bakaradrengur kominn í heiminn Lífið Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Lífið samstarf Fleiri fréttir Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Sjá meira