Erlent

Fleiri sögur koma frá Útey

Stöðugt fleiri sögur koma nú frá fólki sem slapp naumlega undan fjöldamorðingjanum í Norregi.

Hussein Kazeni er 19 ára gamall stúdent frá Osló sem flúði ofbeldið í heimalandi sínu Afganistan fyrir tveim árum til þess að setjast að í hinum friðsæla Noregi. Hann var ásamt fleirum á flótta undan byssumanninum þegar hann heyrði stúlku æpa af skelfingu fyrir aftan sig.

„Við hlupum inn í skóginn. Eftir um hálftíma, þegar ég hafði hlaupið einn eða tvo kílómetra, heyrði ég stelpu fyrir aftan mig fara að gráta. Hún horfði á mig og grét. Ég sneri mér við og spurði hvað væri að. Þá sá ég að fæturnir á mér voru allir blóðugir. Þá varð mér ljóst að ég hafði orðið fyrir skoti."

Norska konungsfjölskyldan hefur verið dugleg við að heimsækja þá sem eiga um sárt að binda. Hákon krónprins og Mette Marit krónprinsessa hafa komið víða við en prinsessan missti hálfbróður á Útey. Prinsinn lagði áherslu á samtöðu Norðmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×