Innlent

Hátt í 10 þúsund fengu ofgreiddar bætur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Um 9500 manns fengu ofgreiddar bætur frá Tryggingastofnun ríkisins og þurfa að endurgreiða samtals 1,2 milljarða króna til baka. Þetta kemur fram í frétt á vef Tryggingastofnunar. Af þessum 9500 voru 3000 með 100 þúsund eða meira í ofgreiddar bætur. Viðkomandi aðilar munu þurfa að greiða þessar upphæðir til baka.

Um 31 þúsund manns fengu hins vegar of lítið greitt og eru því með inneignir. Þar af eru 20 þúsund með 100 þúsund eða minna í inneign. Heildarfjöldi lífeyrisþega er um 45 þúsund manns. Ellilífeyrisþegar eru um 28 þúsund og örorkulífeyrisþegar um 17 þúsund.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×