Enski boltinn

Wigan samþykkir 9.5 milljóna punda boð Aston Villa í N'Zogbia

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
N'Zogbia spilaði lykilhlutverk í liði Wigan sem hélt sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.
N'Zogbia spilaði lykilhlutverk í liði Wigan sem hélt sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Nordic Photos/AFP
Ensku knattspyrnufélögin Aston Villa og Wigan hafa komist að samkomulagi um kaupverðið á Charles N'Zogbia kantmanni Wigan. Kaupverðið er talið vera 9.5 milljónir punda eða sem nemur 1,8 milljörðum íslenskra króna.

Wigan hafnaði fyrir skömmu tilboði Villa uppá 9 milljónir punda. Nú virðist allt stefna í að franski landsliðsmaðurinn haldi á Villa Park en hann hafði lýst yfir áhuga sínum á að spila fyrir stærra félag.

N'Zogbia er ætlað að fylla í skarð kantmannanna Ashley Young og Stewart Downing sem yfirgáfu félagið í sumar. Reiknað er með því að N'Zogbia skrifi undir fimm ára samning við Aston Villa.

Aston Villa er um þessar mundir í æfingaferð í Hong Kong.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×