Frambjóðendur vilja ógildingu kosninga 1. desember 2011 10:00 Kjörseðlar í pokum Starfsfólk tók við útfylltum kjörseðlum af vörubílspöllum.nordicphotos/AFP Fjórir af ellefu forsetaframbjóðendum í Eystra-Kongó hvetja til þess að forsetakosningarnar, sem hófust á mánudag, verði úrskurðaðar ógildar. Kosningarnar hafa verið framlengdar, fyrst á þriðjudag og svo aftur í gær, vegna erfiðleika við framkvæmd þeirra. Ekki síst hefur gengið erfiðlega að koma kjörgögnum á kjörstaði, enda eru innan við tvö prósent þjóðvega landsins malbikuð og sum héruð eru svo afskekkt að fótgangandi burðarmenn þurfti til að flytja kjörkassa og kosningaseðla þangað langar leiðir, og sums staðar yfir ár og fljót á léttum eintrjáningsbátum. Jafnvel í höfuðborginni Kinshasa hefur framkvæmdin sums staðar misfarist, kjörgögn ekki borist á réttum tíma eða kjörseðlar ekki reynst nógu margir. Þetta eru aðrar forsetakosningar landsins síðan blóðugri borgarastyrjöld lauk árið 2003. Núverandi forseti er Joseph Kabila, sem tók við af þá nýmyrtum föður sínum árið 2003 og var síðan kosinn forseti árið 2006. Kjörtímabil hans rennur út í næstu viku. Óttast er að átök geti blossað upp á ný verði ekki almenn sátt í landinu um niðurstöður kosninganna. - gb Fréttir Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Fjórir af ellefu forsetaframbjóðendum í Eystra-Kongó hvetja til þess að forsetakosningarnar, sem hófust á mánudag, verði úrskurðaðar ógildar. Kosningarnar hafa verið framlengdar, fyrst á þriðjudag og svo aftur í gær, vegna erfiðleika við framkvæmd þeirra. Ekki síst hefur gengið erfiðlega að koma kjörgögnum á kjörstaði, enda eru innan við tvö prósent þjóðvega landsins malbikuð og sum héruð eru svo afskekkt að fótgangandi burðarmenn þurfti til að flytja kjörkassa og kosningaseðla þangað langar leiðir, og sums staðar yfir ár og fljót á léttum eintrjáningsbátum. Jafnvel í höfuðborginni Kinshasa hefur framkvæmdin sums staðar misfarist, kjörgögn ekki borist á réttum tíma eða kjörseðlar ekki reynst nógu margir. Þetta eru aðrar forsetakosningar landsins síðan blóðugri borgarastyrjöld lauk árið 2003. Núverandi forseti er Joseph Kabila, sem tók við af þá nýmyrtum föður sínum árið 2003 og var síðan kosinn forseti árið 2006. Kjörtímabil hans rennur út í næstu viku. Óttast er að átök geti blossað upp á ný verði ekki almenn sátt í landinu um niðurstöður kosninganna. - gb
Fréttir Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira