
Óvissa um öryggi erfðabreyttra afurða?
Varðandi ábendingar mínar segir Sandra „[h]in harkalegu viðbrögð Jóns eru óþægilega lík viðbrögðum vísindamanna líftæknifyrirtækja…“. Ekki fæ ég séð hvernig þetta tengist upplýstri umræðu um erfðabreyttar lífverur, en lengra kemst Sandra ekki í að spyrða mig við líftæknifyrirtæki enda eru tengslin engin og hafa aldrei verið. En í hverju voru þessi „harkalegu viðbrögð” mín fólgin? Er það harkalegt af minni hálfu að leiðrétta meinlegar villur sem birst hafa endurtekið í málflutningi Söndru og benda annaðhvort til vanþekkingar eða vilja til að afvegaleiða lesendur?
Sandra hefur fleiri tromp uppi í erminni. Þar sem það hentar grípur hún til þess ráðs að afgreiða fjölda vísindamanna sem rannsakað hafa erfðabreyttar lífverur, og jafnvel opinberar stofnanir, sem handbendi stórfyrirtækja líftækniiðnaðarins með vísan í órökstuddar samsæriskenningar. Þannig verður Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) að stofnun „þar sem áróðursmenn erfðatækni ráða lögum og lofum“. Þetta er eins og margt í málflutningi Söndru ekki stutt rökum.
Varðandi tilvísanir Söndru í vísindaniðurstöður þá hefur hún í fyrri greinum sínum eingöngu kynnt niðurstöður greina sem samræmast skoðunum hennar og þannig orðið uppvís að því að draga upp mjög einhliða og jafnframt ýkta mynd af flóknu máli. Í umfjöllun sinni hefur Söndru hins vegar láðst að geta þeirra fjölmörgu vísindagreina þar sem ekki hafa fundist neinar vísbendingar um þá skelfingu sem Sandra vill meina að fylgi líftækni í landbúnaði, en þær hlaupa á hundruðum og eru margfalt fleiri en greinarnar sem Sandra kýs að vísa í máli sínu til stuðnings.
Sandra heldur áfram fyrri iðju og kýs að þessu sinni að vísa í rannsóknir franskra vísindamanna sem birtust árið 2009. Gera verður ráð fyrir að hér sé vísað í niðurstöður Gilles-Eric Séralini o.fl. sem þeir birtu árin 2007 og 2009 (1,2) en þar er um að ræða tölfræðilega úttekt á fóðrunartilraunum með erfðabreyttan maís. Niðurstöður Séralini o.fl. hafa vakið mikla athygli og hafa greinar þeirra verið yfirfarnar af óháðum aðilum (t.d. heimild 3 og heimasíða EFSA). Niðurstaðan er sú að aðferðir Séralini o.fl. voru ófullnægjandi og niðurstöðurnar gáfu því ekki vísbendingar um raunveruleg eitrunaráhrif af erfðabreytta maísnum, eins og Séralini o.fl. vildu halda fram, heldur áhrif af náttúrulegum breytileika innan rottuhópsins sem notaður var í tilrauninni.
Það er athyglisvert að þrátt fyrir áhyggjur Söndru af tengslum vísindamanna og hagsmunaaðila sér hún ekki ástæðu til að nefna að rannsóknir Séralini o.fl. voru styrktar af Grænfriðungum (Greenpeace) en þau samtök eru einarðir andstæðingar erfðabreytinga í landbúnaði. Skyldi það hafa haft áhrif á niðurstöður Séralini o.fl. eða þurfa bara sumir vísindamenn að sitja undir dylgjum um óheiðarleika og fylgispekt við hagsmunaaðila?
Þá beitir Sandra einnig þeirri vel þekktu aðferð að endurtaka fyrri rangfærslur í von um að séu ósannindi endurtekin nógu oft hljómi þau að endingu sem sannleikur. Staðreyndin er hins vegar sú að þó Sandra endurtaki þá fullyrðingu að Aris og Leblanc (4) hafi sýnt fram á „flata genatilfærslu” þá er það nú samt þannig að þeir minnast aldrei einu orði á genatilfærslu í grein sinni. Það mun ekki breytast þó öðru sé haldið fram endurtekið á síðum Fréttablaðsins.
Þrátt fyrir gagnrýni mína á greinar Söndru þá er þó eitt sem við erum sammála um og það er mikilvægi þess í opinberri umræðu að tekið sé með fyrirvara málflutningi einstaklinga sem eiga beinna hagsmuna að gæta. Allra mikilvægast er þó að umræða um erfðatækni sé upplýst og byggi á sannreyndum vísindalegum niðurstöðum en ekki hræðsluáróðri og vanþekkingu.
(1) Séralini o.fl. 2007. Arch Environ Con Tox 52[4]: 596-602. (2) de Vendomois o.fl. 2009. Int J Biol Sci 5[7]: 706-721. (3) Doull o.fl. 2007. Food Chem Toxicology 45[11]: 2073-2085. (4) Aris og Leblanc. 2011. Reprod Toxicol 31[4]: 528-533.
Skoðun

Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara
Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar

Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Hugleiðingar um virðismat kennara
Bergur Hauksson skrifar

Hvar stendur barnið mitt í námi?
Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar

Áslaug Arna er framtíðin
Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar

Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt
Einar Ólafsson skrifar

Minna af þér og meira af öðrum
Heiða Björk Sturludóttir skrifar

Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar
Ísabella Markan skrifar

Að koma skriðdreka á Snæfellsnes
Jón Ingi Hákonarson skrifar

Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans
Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar

Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu?
Davíð Bergmann skrifar

Skiptir hugarfarið máli?
Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar

Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Verkfærakistan er alltaf opin
Ástþór Ólafsson skrifar

Píratar til forystu
Guðni Freyr Öfjörð skrifar

Beðið fyrir verðbólgu
Halla Gunnarsdóttir skrifar

Minni pólitík, meiri fagmennska
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar

Ný krydd í skuldasúpuna
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019
Heimir Örn Árnason skrifar

Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ungmenna
Berglind Sveinbjörnsdóttir,Þórhildur Halldórsdóttir skrifar

Er Inga Sæland Þjófur?
Birgir Dýrfjörð skrifar

Kona
Anna Kristjana Helgadóttir skrifar

Bókun 35, 38 og tækifæri fyrir ungt fólk í Brussel
Gunnar H. Garðarsson skrifar

Orð skulu standa
Jón Pétur Zimsen skrifar

Dúabíllinn og kraftur sköpunar
Einar Mikael Sverrisson skrifar

Enginn er betri en þú – enginn er snjallari en þú
Árni Sigurðsson skrifar

Viljum við það besta fyrir börnin okkar?
Hilmar Þór Sigurjónsson skrifar

Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa
Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar