Íslenskt, nei takk Hildur Sverrisdóttir skrifar 1. desember 2011 06:00 Á Alþingi liggur nú fyrir frumvarp innanríkisráðherra um breytingar á áfengislögum sem kveður á um að bannað sé að auglýsa óáfenga drykki ef hægt er að ruglast á umbúðum þeirra og umbúðum áfengra drykkja. Í greinargerð frumvarpsins segir að stemma eigi stigu við leyndum áfengisauglýsingum og því sé verið að fylgja eftir upphaflegum tilgangi laga um bann við áfengisauglýsingum. Raunveruleikinn í fjölmiðlaumhverfi landsins sýnir þó að sá tilgangur hefur ekki náðst þar sem áfengisauglýsingar eru víða. Fyrirliggjandi frumvarp innanríkisráðherra mun hafa þar lítið að segja en mun hins vegar hafa auknar samkeppnishamlandi afleiðingar í för með sér. Núverandi löggjöf um bann við auglýsingum á áfengi er um margt barn síns tíma þar sem hún tók gildi áður en erlent gervihnattasjónvarp og internet breiddist út. Á fjölmiðlamarkaðinum flæða áfengisauglýsingar því í gegnum fjölda miðla sem löggjöfin nær ekki til, svo sem vinsæla erlenda vefmiðla, erlend tímarit o.fl. Áfengisauglýsingar birtast að auki í hefðbundnum íslenskum miðlum, til að mynda með sýningum í íslensku sjónvarpi frá alþjóðlegum íþróttaviðburðum þar sem bjórauglýsingar eru oft áberandi. Með frumvarpinu er verið að veikja samkeppnisstöðu íslenskra framleiðenda enn frekar þar sem þeir njóta ekki jafnræðis í samkeppni við erlend vörumerki. Einungis erlendir framleiðendur munu eiga kost á að auglýsa vöru sína því fáir íslenskir framleiðendur hafa tök á að auglýsa í svo dýrum auglýsingaplássum. Samkvæmt skýrslu starfshóps fjármálaráðherra um heildarendurskoðun áfengislöggjafarinnar sem kom út árið 2010, kemur fram að áfengisauglýsingar hafa ekki áhrif á magn áfengiskaupa, heldur hafa þær aðallega áhrif á hvaða áfengistegund er valin. Afleiðingar þess að einungis erlendir framleiðendur hafa tækifæri til að vera sýnilegir í íslenskum miðlum verða því þær að bjórinn sem selst á Íslandi verður síður íslenskur. Ef bjórinn sem selst er ekki íslenskur verður hann ekki framleiddur af íslenskum starfsmönnum. Ef markaðssetning erlenda bjórsins er einungis á hendi erlendra miðla verða það ekki íslenskir auglýsingamiðlar sem fá tekjur af markaðssetningunni. Og afleiddar tekjur af öllu þessu fara ekki til íslensks samfélags. Á Íslandi starfa hundruð manna við framleiðslu á bjór, hundruð við fjölmiðlun og fjöldi annarra í tengdri starfsemi. Innanríkisráðherra virðist með frumvarpinu ekki hafa hugann hjá öllu því fólki eða hafa áhyggjur af því að afleiddar tekjur til samfélagsins minnki. Það ætti kannski ekki að koma á óvart þar sem í hlut á sami ráðherra og hefur áður sýnt að þetta eru ekki atriði sem eru honum hugleikin. Sífellt betur kemur í ljós að fjandskapur núverandi stjórnvalda gagnvart íslensku atvinnulífi og störfum fyrir vinnufúsar hendur á sér engin takmörk. Eins og svo oft áður er tilgangurinn sagður helga meðalið. Í þessu tilviki er tilgangurinn hins vegar ómarkviss og mun fyrirsjáanlega ekki nást. Miðað við fórnarkostnaðinn sem íslenskt atvinnulíf þarf að bera er augljóst að verið er að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Áðurnefndur starfshópur um heildarendurskoðun á áfengislöggjöfinni komst líka að þeirri niðurstöðu að það ætti að leyfa áfengisauglýsingar með miklum takmörkunum þar sem algert bann væri óraunhæft. Það er óskiljanlegt af hverju íslensk stjórnvöld vilja vera með þá allra ströngustu löggjöf sem þekkist á Vesturlöndum þegar hægt er að finna aðrar lausnir sem takmarka áfengisauglýsingar en byggjast á meðalhófi, jafnræði og skynsemi. Til að mynda væri hægt að líta til Svíþjóðar, þar sem áfengisauglýsingar eru leyfðar með ýmsum ströngum skilyrðum. Undir þeim skilyrðum má til dæmis ekki beina áfengisauglýsingum að börnum og ungu fólki. Án viðsnúnings frá vondri löggjöf sem veldur ójafnræði og setur ósanngjörn höft á kynningu á innlendri framleiðslu er ljóst að áfengi verður áfram auglýst, selt og drukkið á Íslandi. Bara ekki það íslenska. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á Alþingi liggur nú fyrir frumvarp innanríkisráðherra um breytingar á áfengislögum sem kveður á um að bannað sé að auglýsa óáfenga drykki ef hægt er að ruglast á umbúðum þeirra og umbúðum áfengra drykkja. Í greinargerð frumvarpsins segir að stemma eigi stigu við leyndum áfengisauglýsingum og því sé verið að fylgja eftir upphaflegum tilgangi laga um bann við áfengisauglýsingum. Raunveruleikinn í fjölmiðlaumhverfi landsins sýnir þó að sá tilgangur hefur ekki náðst þar sem áfengisauglýsingar eru víða. Fyrirliggjandi frumvarp innanríkisráðherra mun hafa þar lítið að segja en mun hins vegar hafa auknar samkeppnishamlandi afleiðingar í för með sér. Núverandi löggjöf um bann við auglýsingum á áfengi er um margt barn síns tíma þar sem hún tók gildi áður en erlent gervihnattasjónvarp og internet breiddist út. Á fjölmiðlamarkaðinum flæða áfengisauglýsingar því í gegnum fjölda miðla sem löggjöfin nær ekki til, svo sem vinsæla erlenda vefmiðla, erlend tímarit o.fl. Áfengisauglýsingar birtast að auki í hefðbundnum íslenskum miðlum, til að mynda með sýningum í íslensku sjónvarpi frá alþjóðlegum íþróttaviðburðum þar sem bjórauglýsingar eru oft áberandi. Með frumvarpinu er verið að veikja samkeppnisstöðu íslenskra framleiðenda enn frekar þar sem þeir njóta ekki jafnræðis í samkeppni við erlend vörumerki. Einungis erlendir framleiðendur munu eiga kost á að auglýsa vöru sína því fáir íslenskir framleiðendur hafa tök á að auglýsa í svo dýrum auglýsingaplássum. Samkvæmt skýrslu starfshóps fjármálaráðherra um heildarendurskoðun áfengislöggjafarinnar sem kom út árið 2010, kemur fram að áfengisauglýsingar hafa ekki áhrif á magn áfengiskaupa, heldur hafa þær aðallega áhrif á hvaða áfengistegund er valin. Afleiðingar þess að einungis erlendir framleiðendur hafa tækifæri til að vera sýnilegir í íslenskum miðlum verða því þær að bjórinn sem selst á Íslandi verður síður íslenskur. Ef bjórinn sem selst er ekki íslenskur verður hann ekki framleiddur af íslenskum starfsmönnum. Ef markaðssetning erlenda bjórsins er einungis á hendi erlendra miðla verða það ekki íslenskir auglýsingamiðlar sem fá tekjur af markaðssetningunni. Og afleiddar tekjur af öllu þessu fara ekki til íslensks samfélags. Á Íslandi starfa hundruð manna við framleiðslu á bjór, hundruð við fjölmiðlun og fjöldi annarra í tengdri starfsemi. Innanríkisráðherra virðist með frumvarpinu ekki hafa hugann hjá öllu því fólki eða hafa áhyggjur af því að afleiddar tekjur til samfélagsins minnki. Það ætti kannski ekki að koma á óvart þar sem í hlut á sami ráðherra og hefur áður sýnt að þetta eru ekki atriði sem eru honum hugleikin. Sífellt betur kemur í ljós að fjandskapur núverandi stjórnvalda gagnvart íslensku atvinnulífi og störfum fyrir vinnufúsar hendur á sér engin takmörk. Eins og svo oft áður er tilgangurinn sagður helga meðalið. Í þessu tilviki er tilgangurinn hins vegar ómarkviss og mun fyrirsjáanlega ekki nást. Miðað við fórnarkostnaðinn sem íslenskt atvinnulíf þarf að bera er augljóst að verið er að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Áðurnefndur starfshópur um heildarendurskoðun á áfengislöggjöfinni komst líka að þeirri niðurstöðu að það ætti að leyfa áfengisauglýsingar með miklum takmörkunum þar sem algert bann væri óraunhæft. Það er óskiljanlegt af hverju íslensk stjórnvöld vilja vera með þá allra ströngustu löggjöf sem þekkist á Vesturlöndum þegar hægt er að finna aðrar lausnir sem takmarka áfengisauglýsingar en byggjast á meðalhófi, jafnræði og skynsemi. Til að mynda væri hægt að líta til Svíþjóðar, þar sem áfengisauglýsingar eru leyfðar með ýmsum ströngum skilyrðum. Undir þeim skilyrðum má til dæmis ekki beina áfengisauglýsingum að börnum og ungu fólki. Án viðsnúnings frá vondri löggjöf sem veldur ójafnræði og setur ósanngjörn höft á kynningu á innlendri framleiðslu er ljóst að áfengi verður áfram auglýst, selt og drukkið á Íslandi. Bara ekki það íslenska.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun