Handbolti

Aron: Verður gríðarlega jafn vetur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron Kristjánsson er kominn aftur heim frá Þýskalandi og tekinn við stjórnartaumunum hjá Haukum á nýjan leik eftir eins árs fjarveru. Aron gerði Hauka að Íslandsmeisturum þrjú ár í röð áður en hann fór út.

"Það er fínt að vera kominn heim og fjölskyldan ánægð. Tímabilið leggst vel í mig og ég held að þetta verði gríðarlega jafn vetur. Spáin er svipuð og ég bjóst við," sagði Aron en Haukum er spáð fjórða til fimmta sæti ásamt Fram.

"Liðið varð í fimmta sæti í fyrra og er mjög ungt og brothætt. Við megum ekki við miklum forföllum. Svo eru líka reynslukallar sem kunna að vinna. Ef þetta smellur allt þá förum við að berjast við liðin sem spáð er efstu sætunum.

"Okkar markmið er líka að vera klókir. Ungu strákarnir verða ekki fullmótaðir á einni nóttu. Ég vil sjá stíganda í þessu hjá okkur í vetur."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×