Erlent

Stálu upplýsingum um son Brown

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Blöðin komust yfir fjölmargar persónulegar upplýsingar um Brown og fjölskyldu hans. Mynd/ AFP.
Blöðin komust yfir fjölmargar persónulegar upplýsingar um Brown og fjölskyldu hans. Mynd/ AFP.
Læknaskýrslur sem The Sun hafði undir höndum og sýna að sonur Gordons Brown var með erfðasjúkdóm voru illa fengnar. Þetta fullyrða vinir Browns, að því er Daily Telegraph greinir frá.

Brown var oft til umfjöllunar hjá The Sun og systurmiðlunum The Sunday Times og News of the World. Blaðið komst yfir mjög persónuleg gögn sem varða sjúkrasögu hans og fjárhagsupplýsingar um hann og fjölskylduna.

Viðkvæmustu upplýsingarnar voru þær að sonur Browns, Fraser, hefði greinst með þennan erfðasjúkdóm, sem kallast á latínu cystic fibrosis árið 2006, skömmu eftir fæðingu. Fréttir voru birtar um málið á vefsíðu The Sun í nóvember árið 2006. Þá var drengurinn fjögurra mánaða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×