Segir ókosti við aðild fleiri þótt stórauka mætti útflutning á skyri 11. júlí 2011 18:45 Íslenskir mjólkurframleiðendur gætu stóraukið útflutning á skyri til Evrópu með aðild að Evrópusambandinu en aftur á móti myndu þeir mæta harðri samkeppni þegar kemur að ostum, segir forstjóri MS. Hann segir ókostina við aðild fleiri en kostina. Með aðild að Evrópusambandinu myndu tollar falla niður á innfluttar evrópskar landbúnaðarafurðir og samhliða því myndu tollar á íslenskar afurðir fluttar út til Evrópusambandsríkja falla niður. Þetta gæti skapað margvísleg tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki. Íslenskir mjólkurframleiðendur hafa heimildir til að flytja út 380 tonn af skyri á hverju ári. Það eru um milljón lítrar af mjólk sem fara í afurðirnar, eða um eitt prósent af landsframleiðslu. MS markaðssetur skyr.is í bæði Bandaríkjunum og Finnlandi en fyrirtækið fullnýtir kvótann á þessu ári með útflutningi til Finnlands. Einar Sigurðsson, forstjóri MS, sagði við fréttastofu að gagnkvæm áhrif þess að afnema tollmúra myndu fela í sér tækifæri fyrir íslenska framleiðendur til að flytja meira út af skyri en gert er í dag. Ef tollverndar nyti ekki við væri hægt að auka þennan útflutning verulega. Einar sagði að með aðild myndu íslenskir framleiðendur hins vegar mæta harðri samkeppni frá evrópskum framleiðendum á öðrum afurðum, eins og ostum, og talar hann um „samkeppni upp á líf og dauða" í því samhengi. Einar sagði að hjá MS hefði þetta verið vegið og metið og ókostirnir sem fylgdu harðri samkeppni frá evrópskum framleiðendum væru fleiri en kostirnir sem fylgdu sóknartækifærum til útflutnings. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, segir að íslenskir mjólkurframleiðendur eigi að geta aukið útflutning sinn á mjólkurafurðum með tvíhliða samningum eins og gert hafi verið til þessa. Einar Sigurðsson segir raunar að nú þegar hafi verið sótt um aukinn kvóta hjá Evrópusambandinu. „Við munum áfram vilja eiga góð samskipti við Evrópusamandið og byggja þau upp á tvíhliða samningum eins og við höfum gert hingað til. Hvort sem það er í skyri, eða lambakjöti eða öðrum afurðum. Það eigum við að geta gert áfram, sem sjálfstæð þjóð," segir Haraldur Benediktsson. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Íslenskir mjólkurframleiðendur gætu stóraukið útflutning á skyri til Evrópu með aðild að Evrópusambandinu en aftur á móti myndu þeir mæta harðri samkeppni þegar kemur að ostum, segir forstjóri MS. Hann segir ókostina við aðild fleiri en kostina. Með aðild að Evrópusambandinu myndu tollar falla niður á innfluttar evrópskar landbúnaðarafurðir og samhliða því myndu tollar á íslenskar afurðir fluttar út til Evrópusambandsríkja falla niður. Þetta gæti skapað margvísleg tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki. Íslenskir mjólkurframleiðendur hafa heimildir til að flytja út 380 tonn af skyri á hverju ári. Það eru um milljón lítrar af mjólk sem fara í afurðirnar, eða um eitt prósent af landsframleiðslu. MS markaðssetur skyr.is í bæði Bandaríkjunum og Finnlandi en fyrirtækið fullnýtir kvótann á þessu ári með útflutningi til Finnlands. Einar Sigurðsson, forstjóri MS, sagði við fréttastofu að gagnkvæm áhrif þess að afnema tollmúra myndu fela í sér tækifæri fyrir íslenska framleiðendur til að flytja meira út af skyri en gert er í dag. Ef tollverndar nyti ekki við væri hægt að auka þennan útflutning verulega. Einar sagði að með aðild myndu íslenskir framleiðendur hins vegar mæta harðri samkeppni frá evrópskum framleiðendum á öðrum afurðum, eins og ostum, og talar hann um „samkeppni upp á líf og dauða" í því samhengi. Einar sagði að hjá MS hefði þetta verið vegið og metið og ókostirnir sem fylgdu harðri samkeppni frá evrópskum framleiðendum væru fleiri en kostirnir sem fylgdu sóknartækifærum til útflutnings. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, segir að íslenskir mjólkurframleiðendur eigi að geta aukið útflutning sinn á mjólkurafurðum með tvíhliða samningum eins og gert hafi verið til þessa. Einar Sigurðsson segir raunar að nú þegar hafi verið sótt um aukinn kvóta hjá Evrópusambandinu. „Við munum áfram vilja eiga góð samskipti við Evrópusamandið og byggja þau upp á tvíhliða samningum eins og við höfum gert hingað til. Hvort sem það er í skyri, eða lambakjöti eða öðrum afurðum. Það eigum við að geta gert áfram, sem sjálfstæð þjóð," segir Haraldur Benediktsson. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira