Tímabær stefnumótun Katrín Júlíusdóttir skrifar 21. september 2011 09:30 Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að stuðla skuli að beinum erlendum fjárfestingum. Úti um allan heim leggja ríki áherslu á að laða til sín beina erlenda fjárfestingu og hvergi er slík fjárfesting jafn mikilvæg og í litlum opnum hagkerfum eins og því íslenska. Þess vegna er sérstaklega vont til þess að vita að í kjölfar efnahagshrunsins eru fjárfestingar hér í sögulegu lágmarki. Aldrei verið mótuð stefnaIðnaðarráðuneytið og Fjárfestingarstofa fengu árið 2009 PriceWaterhouseCoopers í Belgíu til að gera úttekt á beinum erlendum fjárfestingum á Íslandi. Sannast sagna voru niðurstöðurnar sláandi. Hér á landi hefur aldrei verið mótuð heildstæð stefna gagnvart beinum erlendum fjárfestingum né uppbyggileg umræða farið fram um eðli þeirra, mikilvægi eða áherslur í markaðssókn gagnvart erlendum fjárfestum. Enda er það eitt helsta einkenni beinnar erlendrar fjárfestingar hér hvað hún hefur verið einhæf og takmörkuð. Á þessu verður að ráða bót. Þegar rýnt er í skýrslur OECD sl. áratug kemur einnig í ljós að Ísland hefur árum saman verið með einna mestar takmarkanir og hömlur á erlendum fjárfestingum. Heildstæð opinber stefna um erlendar fjárfestingarÍ tíð núverandi ríkisstjórnar var stigið það risaskref að innleiða rammalöggjöf um ívilnanir vegna nýfjárfestinga hér á landi. Sú löggjöf bætir ekki aðeins samkeppnisstöðu okkar heldur auðveldar alla kynningu á Íslandi sem fjárfestingarkosti. Í skýrslu starfshóps sem ég skipaði um tillögugerð varðandi beina erlenda fjárfestingu kemur fram að nauðsynlegt er að skýra og einfalda lagaramma þannig að ljóst sé hvað sé heimilt og hvað ekki. Fjarlægja þarf þau matskenndu og óljósu atriði sem skapa óvissu um stöðu fjárfestinga. Þá þarf að móta heildstæða stefnu, skilgreina áherslusvið og vinna þannig enn markvissar að því að laða hingað beinar erlendar fjárfestingar. Í samvinnu iðnaðarráðuneytis og efnahags- og viðskiptaráðuneytis er nú unnið að þingsályktun um stefnumótun um beinar erlendar fjárfestingar og endurskoðun lagaramma og reglna til að bæta samkeppnishæfni Íslands á þessu sviði. Í ljósi vaxandi umræðu og áhuga á erlendum fjárfestingum vænti ég víðtækrar samstöðu í þjóðfélaginu um þetta löngu tímabæra verkefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að stuðla skuli að beinum erlendum fjárfestingum. Úti um allan heim leggja ríki áherslu á að laða til sín beina erlenda fjárfestingu og hvergi er slík fjárfesting jafn mikilvæg og í litlum opnum hagkerfum eins og því íslenska. Þess vegna er sérstaklega vont til þess að vita að í kjölfar efnahagshrunsins eru fjárfestingar hér í sögulegu lágmarki. Aldrei verið mótuð stefnaIðnaðarráðuneytið og Fjárfestingarstofa fengu árið 2009 PriceWaterhouseCoopers í Belgíu til að gera úttekt á beinum erlendum fjárfestingum á Íslandi. Sannast sagna voru niðurstöðurnar sláandi. Hér á landi hefur aldrei verið mótuð heildstæð stefna gagnvart beinum erlendum fjárfestingum né uppbyggileg umræða farið fram um eðli þeirra, mikilvægi eða áherslur í markaðssókn gagnvart erlendum fjárfestum. Enda er það eitt helsta einkenni beinnar erlendrar fjárfestingar hér hvað hún hefur verið einhæf og takmörkuð. Á þessu verður að ráða bót. Þegar rýnt er í skýrslur OECD sl. áratug kemur einnig í ljós að Ísland hefur árum saman verið með einna mestar takmarkanir og hömlur á erlendum fjárfestingum. Heildstæð opinber stefna um erlendar fjárfestingarÍ tíð núverandi ríkisstjórnar var stigið það risaskref að innleiða rammalöggjöf um ívilnanir vegna nýfjárfestinga hér á landi. Sú löggjöf bætir ekki aðeins samkeppnisstöðu okkar heldur auðveldar alla kynningu á Íslandi sem fjárfestingarkosti. Í skýrslu starfshóps sem ég skipaði um tillögugerð varðandi beina erlenda fjárfestingu kemur fram að nauðsynlegt er að skýra og einfalda lagaramma þannig að ljóst sé hvað sé heimilt og hvað ekki. Fjarlægja þarf þau matskenndu og óljósu atriði sem skapa óvissu um stöðu fjárfestinga. Þá þarf að móta heildstæða stefnu, skilgreina áherslusvið og vinna þannig enn markvissar að því að laða hingað beinar erlendar fjárfestingar. Í samvinnu iðnaðarráðuneytis og efnahags- og viðskiptaráðuneytis er nú unnið að þingsályktun um stefnumótun um beinar erlendar fjárfestingar og endurskoðun lagaramma og reglna til að bæta samkeppnishæfni Íslands á þessu sviði. Í ljósi vaxandi umræðu og áhuga á erlendum fjárfestingum vænti ég víðtækrar samstöðu í þjóðfélaginu um þetta löngu tímabæra verkefni.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun