Innlent

Catalina laus úr fangelsi - ætlar að ferðast í útlöndum

Catalina Ncogo
Catalina Ncogo

Catalina Ncogo, sem var dæmd í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir hórmang og brot gegn fíkniefnalöggjöfinni, er nú frjáls ferða sinna eftir tveggja ára dvöl í Kvennafangelsinu í Kópavogi.



Þetta kemur fram á vef Fréttatímans.



Þar segir að Catalina hafi unað hag sínum illa í fangelsinu enda hafi hún verið ósátt við þann dóm sem hún fékk. Nú ætli hún að fagna frelsinu með því fara í ferðalög til útlanda.



Catalina var sýknuð af ákærum um mansal í héraðsdómi og í Hæstarétti en var dæmd fyrir að hafa viðurværi af vændi kvenna sem hún hélti úti í miðborg Reykjavíkur. Héraðsdómur Reykjaness hafði dæmt hana í tveggja og hálfs árs fangelsi en Hæstiréttur þyngdi dóminn yfir henni í þrjú og hálft ár.



Í úrskurði Hæstaréttar sagði að við ákvörðun refsingar verði að líta til þess að Catalina hafi áður verið sakfelld fyrir að hafa atvinnu af umfangsmikilli vændisstarfsemi um nokkuð langt skeið og staðið að innflutningi á töluverði magni af hættulegum fíkniefnum. Þá sagði að brotavilji hennar hafi verið einbeittur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×