Innlent

Með þúsundir barnaníðsmynda

Dæmdi manninn í fimm mánaða fangelsi.
Dæmdi manninn í fimm mánaða fangelsi.
Karlmaður á sextugsaldri, Ólafur Barði Kristjánsson, hefur verið dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir vörslu á miklu magni af efni sem sýnir barnaníð. Hæstiréttur hafði árið 2007 dæmt manninn í átján mánaða fangelsi fyrir kynferðislegt athæfi gegn þremur stúlkubörnum og að hafa haft í fórum sínum myndir sem sýndu níð gegn tveimur öðrum litlum stúlkum, auk fleiri mynda sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt.

Að því er fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í gær, geymdi maðurinn á hörðum diski í tölvu sinni níu hreyfimyndir og 15.327 myndir sem sýndu börn. Efnið fannst eftir að lögreglu hafði borist nafnlaus ábending, sem leiddi til húsleitar.

Maðurinn játaði fyrir dómi, en kvað ekkert af þessu vera barnaklám.

Ljósmyndirnar voru nær allar af sömu stúlkum, sem voru augljóslega börn að aldri og fæstar kynþroska. Myndirnar voru misjafnlega grófar og sumar flokkaði dómurinn ekki sem barnaníð einar og sér. Myndskeið í hreyfimyndunum voru einnig misjafnlega gróf. Dómurinn taldi brot mannsins stórfellt.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×