Viðskipti erlent

Bændur græddu milljarð á Facebook

Vefslóð og viljugur Facebook eigandi höfðu það í för með sér að bændasamtök í Bandaríkjunum eru nú 8,5 milljónum dollara eða um milljarði kr. ríkari.

Án þess að svo mikið sem hreyfa fingur eru stærstu bændasamtök Bandaríkjanna, American Farmer Bureau Federation, orðin milljarði kr. auðugri en áður. Þetta skýrist af því að samtökin áttu vefslóðina www.fb.com sem eigandi Facebook, Mark Zuckerberg, hafði mikinn áhuga á að eignast.

Samkvæmt Reuters varð þykkt seðlaveski Zuckerberg þess valdandi að bændurnir ákváðu að selja honum slóðina.

Zuckerberg segir í samtali við Reuters að hann hafi lofað bændasamtökunum í staðinn að landbúnaðarvörur yrðu ekki seldar á Facebook.

Hin nýja netslóð American Farmer Bureau Federation er nú einfaldlega www.fb.org.

Fari svo að Zuckerberg hafi einhvern tímann áhuga á að kaupa www.fb.is myndi Fjölbrautarskólinn í Breiðholti njóta góðs af því.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×