Ísland til sölu Herbert Herbertsson skrifar 26. september 2011 19:00 Af ýmsu gerast úfar með okkar þjóð. Oftast sem betur fer af litlu tilefni. Eða eins og bóndi nokkur mun hafa sagt við konu sína sem vaknaði hágrátandi og sagði að sig hefði dreymt að hún væri komin til himnaríkis. „Oft er ljótur draumur fyrir litlu tilefni og reyndu að sofna aftur elskan mín”. Hvort sá draumur um himnaríki sem sumir nú sjá í kaupum Kínverjans Nubo á landi Grímsstaða á Fjöllum er fyrir litlu tilefni veit ég ekki, en vona samt að svo sé. Mig þyrstir ekki beint í þá veraldarsælu sem Kína nútímans býður heimsbyggðinni. Ástæðan til þess að ég læt mér ekki fréttafjas um eyru þjóta í þetta sinn sem endranær, er sú að fréttamiðlun Íslands í erlendum fjölmiðlum hefur nú af alkunnri hógværð sinni og framsýni hvatt íslendinga til þess að eftirláta verndurum Tíbeta væna sneið af landinu. Það hafa fleiri en sá sem svo til hvetur, komið til Kína, en ekki látið heillast. Einn sá fyrsti, okkar ágæti Árni Magnússon frá Geitastekk sem kom á skipi Danakóngs til Kína á 18. öld hafði meðal annars eftirfarandi um Kínverja að segja: „Þessir menn eru vinsamlegir að tala við, en hin vanskilegasta þjóð að eiga kauphandlan með, því þeir eru hinir nærfærnustu þjófar, so mann skal ei vita fyrr en peningarnir eru af hans lummu.“ Svo mörg voru hans orð. Hvort eðli þeirrar þjóðar er annað nú, fá Íslendingar væntanlega að reyna á eigin „lummu“ von bráðar. Í skóla var okkur kennt að ræða Einars Þveræings hefði að engu gert þá bón Noregskonungs, að fyrir hin ýmsu fríðindi Íslendingum til handa, óskaði hann af lítillæti sínu eftir að sér yrði gefið útskerið Grímsey. Ekki Grímsstaðir á Fjöllum, það er þó að verða undarlega mikið frá Grími komið í þessu máli nú. Hermann heitinn Jónasson forsætisráðherra árið 1939 varð fyrstur Evrópuleiðtoga til þess að segja nei við útþenslustefnu Hitlers, þegar hann neitaði Lufthansa um endurnýjun flugleyfis á Íslandi. Ég geri ráð fyrir að þegar kínversk ferðamannanýlenda verður risin á Fjöllum þurfi þar flugvöll fyrir beint flug með túrista frá Kína. Ekki verður hægt að bjóða þeim upp á að kúldrast með rútum landshorna milli. Þá þarf girðingu um flugvöllinn öryggis vegna. Hún þarf að ná all rúmlega kringum völlinn. Betra er að starfsmenn flugvallarins séu kínverskir svo síður sé hætta á misskilningi við lendingar og flugtök......... Ég get haldið áfram að mála skrattann upp á vegg með því að lesa svona í framtíðina. Ég vil bara gera orð íslensku fréttamiðlunarinnar í erlendum fjölmiðlum að mínum og segja: „Góðir Íslendingar, við skulum bara anda með nefinu í þessu máli“, en halda áfram að eiga skerið fyrir okkur sjálf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Af ýmsu gerast úfar með okkar þjóð. Oftast sem betur fer af litlu tilefni. Eða eins og bóndi nokkur mun hafa sagt við konu sína sem vaknaði hágrátandi og sagði að sig hefði dreymt að hún væri komin til himnaríkis. „Oft er ljótur draumur fyrir litlu tilefni og reyndu að sofna aftur elskan mín”. Hvort sá draumur um himnaríki sem sumir nú sjá í kaupum Kínverjans Nubo á landi Grímsstaða á Fjöllum er fyrir litlu tilefni veit ég ekki, en vona samt að svo sé. Mig þyrstir ekki beint í þá veraldarsælu sem Kína nútímans býður heimsbyggðinni. Ástæðan til þess að ég læt mér ekki fréttafjas um eyru þjóta í þetta sinn sem endranær, er sú að fréttamiðlun Íslands í erlendum fjölmiðlum hefur nú af alkunnri hógværð sinni og framsýni hvatt íslendinga til þess að eftirláta verndurum Tíbeta væna sneið af landinu. Það hafa fleiri en sá sem svo til hvetur, komið til Kína, en ekki látið heillast. Einn sá fyrsti, okkar ágæti Árni Magnússon frá Geitastekk sem kom á skipi Danakóngs til Kína á 18. öld hafði meðal annars eftirfarandi um Kínverja að segja: „Þessir menn eru vinsamlegir að tala við, en hin vanskilegasta þjóð að eiga kauphandlan með, því þeir eru hinir nærfærnustu þjófar, so mann skal ei vita fyrr en peningarnir eru af hans lummu.“ Svo mörg voru hans orð. Hvort eðli þeirrar þjóðar er annað nú, fá Íslendingar væntanlega að reyna á eigin „lummu“ von bráðar. Í skóla var okkur kennt að ræða Einars Þveræings hefði að engu gert þá bón Noregskonungs, að fyrir hin ýmsu fríðindi Íslendingum til handa, óskaði hann af lítillæti sínu eftir að sér yrði gefið útskerið Grímsey. Ekki Grímsstaðir á Fjöllum, það er þó að verða undarlega mikið frá Grími komið í þessu máli nú. Hermann heitinn Jónasson forsætisráðherra árið 1939 varð fyrstur Evrópuleiðtoga til þess að segja nei við útþenslustefnu Hitlers, þegar hann neitaði Lufthansa um endurnýjun flugleyfis á Íslandi. Ég geri ráð fyrir að þegar kínversk ferðamannanýlenda verður risin á Fjöllum þurfi þar flugvöll fyrir beint flug með túrista frá Kína. Ekki verður hægt að bjóða þeim upp á að kúldrast með rútum landshorna milli. Þá þarf girðingu um flugvöllinn öryggis vegna. Hún þarf að ná all rúmlega kringum völlinn. Betra er að starfsmenn flugvallarins séu kínverskir svo síður sé hætta á misskilningi við lendingar og flugtök......... Ég get haldið áfram að mála skrattann upp á vegg með því að lesa svona í framtíðina. Ég vil bara gera orð íslensku fréttamiðlunarinnar í erlendum fjölmiðlum að mínum og segja: „Góðir Íslendingar, við skulum bara anda með nefinu í þessu máli“, en halda áfram að eiga skerið fyrir okkur sjálf.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun