Lífið

Óskar kominn á samning ytra

Óskar Þór Axelsson hefur samið við bandarísku umboðsskrifstofuna William Morris Endeavor þrátt fyrir að hafa ekki enn frumsýnt sína fyrstu mynd.
Fréttablaðið/Daníel
Óskar Þór Axelsson hefur samið við bandarísku umboðsskrifstofuna William Morris Endeavor þrátt fyrir að hafa ekki enn frumsýnt sína fyrstu mynd. Fréttablaðið/Daníel
Kvikmyndaleikstjórinn Óskar Þór Axelsson er kominn í ansi góðan hóp kvikmyndagerðarmanna því hann skrifaði nýlega undir samning við umboðsskrifstofuna William Morris Endeavor sem er sú stærsta í heiminum. Meðal skjólstæðinga skrifstofunnar eru leikstjórar á borð við Michael Bay, Tim Burton, Michael Moore, Aaron Sorkin og Quentin Tarantino og leikara eins og Ben Affleck, Amy Adams og Charlize Theron.

Þetta þykir nokkuð merkilegt í ljósi þess að Óskar hefur enn ekki frumsýnt sína fyrstu kvikmynd, Svartur á leik. „Þeir sjá eitthvað og ákveða að kynna mig. Það eru samt engir peningar í spilinu, maður staðfestir bara að maður ætli að vinna með þeim og ef það kemur eitthvað útúr því þá gerist það,“ segir Óskar Þór sem er þó með báðar fætur á jörðinni. Umboðsskrifstofan er hins vegar komið með handrit eftir kvikmyndaleikstjórann í hendurnar en sú vinnu er öll á frumstigi.

Þetta er annar íslenski kvikmyndaleikstjórinn sem semur við bandaríska umboðsskrifstofu því eins og Fréttablaðið greindi frá samdi Ólafur Jóhannesson við Principal Entertainment og mynd hans Borgríki er þegar í endurgerðarferli þar vestra. „Þetta snýst allt um tengsl og tímasetningar, það eru algjör lykilatriði. Við Óli erum báðir heppnir að vera með glæpamyndir frá Norðurlöndunum því það er einfaldlega nýjasta tískan í Bandaríkjunum.“-fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.