Lífið

Watts minnist Ledgers

Naomi Watts átti í tveggja ára sambandi með leikaranum Heith Ledger. Hún segir hann hafa verið einstaka sál. nordicphotos/getty
Naomi Watts átti í tveggja ára sambandi með leikaranum Heith Ledger. Hún segir hann hafa verið einstaka sál. nordicphotos/getty
Leikkonan Naomi Watts opnaði sig í fyrsta sinn um samband sitt og leikarans Heith Ledgers í viðtali við tímaritið More. Ledger lést árið 2008, aðeins 28 ára að aldri. Watts og Ledger hófu samband sitt árið 2004 og stóð það í tvö ár. Í viðtalinu við More segist Watts minnast tímanna með Ledger með mikilli gleði. „Hann var einstök sál og við áttum góðan tíma saman. Hann var fullur af gleði og við hlógum mikið saman. Hann hafði gríðarleg áhrif á líf mitt og andlát hans er mikill harmleikur fyrir litlu dóttur hans,“ sagði Watts sem nú er í sambúð með leikaranum Liev Schreiber og á með honum tvo syni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.