Innlent

Talningu atkvæða lokið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Talningu atkvæða við þjóðaratkvæðagreiðslu um gildi Icesave laganna lauk klukkan hálffjögur í dag. Samkvæmt skýrslum yfirkjörstjórna voru 232.422 kjósendur á kjörskrá og greiddu 175.114 manns atkvæði.

Í tilkynningu frá Landskjörstjórn kemur fram að niðurstaða talningarinnar sé sú að 69.462 svöruðu því að lögin ættu að halda gildi en 103.207 að þau skyldu falla úr gildi. Ógild atkvæði voru 2.445, þar af 2.039 auðir seðlar en 406 atkvæði var ógilt af öðrum ástæðum.

Hlutfallslega voru niðurstöðurnar á landsvísu á þessa leið

Já sögðu 39,6%

Nei sögðu 59%

Auð og ógild voru 1,4%






Fleiri fréttir

Sjá meira


×