Innlent

Farþegar sitja fastir í vélunum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Farþegarnir sitja fastir í vélunum á meðan veðrið gengur yfir.
Farþegarnir sitja fastir í vélunum á meðan veðrið gengur yfir.
Farþegar í nokkrum farþegaþotum sitja fastir í vélunum á Keflavíkurflugvelli. Ástæðan er sú að vegna vonskuveðurs komast farþegarnir ekki inn landganginn. Þeir þurfa því að bíða af sér veðrið. Ekki liggur fyrir um hve margar flugvélar er að ræða. Búast má við því að vegna óveðursins verði veruleg seinkunn á flugi.

Veður fer nú hratt versnandi á suðvesturhluta landsins og hafa björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar verið kallaðar út á Suðurnesjum, í Grindavík og á Akranesi. Talsmenn Landsbjargar segja að um hefðbundin óveðursverkefni sé að ræða en björgunarsveitarhópar hafa fengist við fjúkandi þakplötur og lausa muni en einnig hefur verið eitthvað um að festa hafi þurft þakkanta sem eru að losna.

Lögreglan á Suðurnesjum hvetur fólk sérstaklega til að fara varlega vegna veðurs. Mikið drasl hefur fokið yfir Sandgerðisveg og er fólk beðið um að hafa það í huga þegar það fer um veginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×