Vilja að skjálftunum linni 9. október 2011 18:40 Iðnaðar- og umhverfisráðuneytið hafa óskað eftir því að mikil skjálftavirkni við Hellisheiðarvirkjun verði skoðuð. Bæjarstjórinn í Hveragerði segir skjálftana vekja ugg hjá bæjarbúum og telur að Orkuveitan verði að breyta starfsaðferðum sínum svo íbúarnir þurfi ekki að búa við síendurtekna skjálfta. Enn önnur skjálftahrina mældist við Hellisheiðarvirkjun seint í gærkvöldi. Stærsti skjálftinn mældist þrír á richter og fannst hann vel í Hveragerði. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, segir íbúa orðna þreytta á þessu sífelldu skjálftum. „ Fólk óttast jarðskjálfta hér í Hveragerði og það er ekkert skrýtið. Það er mjög stutt síðan að mjög stór skjálfti reið hér yfir. Fólk er hvekkt. Það er hrætt og mér finnst að það eigi ekki leika sér með þessum hætti að náttúrunni". Þúsundir skjálfta hafa orðið við virkjunina á síðustu vikum. Ástæðan fyrir skjálftunum er sú að Orkuveitan hóf fyrir skömmu að dæla affallsvatni frá virkjuninni niður í sprungur á svæðinu. Við það myndast þrýstingur sem kemur skjálftunum af stað. Aldís segir bæjarbúa finna vel fyrir stærstu skjálftunum. „ Við finnum fyrir þeim þegar þeir eru komnir yfir tvo og við höfum fundið mjög vel fyrir þeim skjálftum sem hafa verið á milli þrír og fjórir á richter. Enda eru það orðnir nokkuð stórir skjálftar". Aldís á von á því að málið verði tekið upp á bæjarstjórnarfundi á fimmtudaginn. Þá ætlar hún að kalla eftir svörum frá Orkuveitunni vegna málsins. Sérfræðingar Veðurstofunnar telja enga hættu á ferðum en umhverfisráðuneytið hefur engu að síður óskað eftir því að þeir skoði stöðuna betur og ræði málið við almannavarnir strax eftir helgi. Þá ætlar iðnaðarráðuneytið að láta Orkustofnun skoða skjálftavirkni á svæðinu eftir helgi. Aldís telur að Orkuveitan verði að breyta starfsaðferðum sínum svo íbúarnir þurfi ekki að búa við síendurtekna skjálfta. „ Þetta vekur ugg hjá fólki. Ég sé það ekki alveg fyrir mér að þetta geti verið framtíðarlausn á niðurdælingunni. Sérstaklega ekki, þegar við erum komin með bæði Hverahlíð og Gráuhnjúka í fulla vinnslu, þá held ég að þetta geti ekki verið leiðin". Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Iðnaðar- og umhverfisráðuneytið hafa óskað eftir því að mikil skjálftavirkni við Hellisheiðarvirkjun verði skoðuð. Bæjarstjórinn í Hveragerði segir skjálftana vekja ugg hjá bæjarbúum og telur að Orkuveitan verði að breyta starfsaðferðum sínum svo íbúarnir þurfi ekki að búa við síendurtekna skjálfta. Enn önnur skjálftahrina mældist við Hellisheiðarvirkjun seint í gærkvöldi. Stærsti skjálftinn mældist þrír á richter og fannst hann vel í Hveragerði. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, segir íbúa orðna þreytta á þessu sífelldu skjálftum. „ Fólk óttast jarðskjálfta hér í Hveragerði og það er ekkert skrýtið. Það er mjög stutt síðan að mjög stór skjálfti reið hér yfir. Fólk er hvekkt. Það er hrætt og mér finnst að það eigi ekki leika sér með þessum hætti að náttúrunni". Þúsundir skjálfta hafa orðið við virkjunina á síðustu vikum. Ástæðan fyrir skjálftunum er sú að Orkuveitan hóf fyrir skömmu að dæla affallsvatni frá virkjuninni niður í sprungur á svæðinu. Við það myndast þrýstingur sem kemur skjálftunum af stað. Aldís segir bæjarbúa finna vel fyrir stærstu skjálftunum. „ Við finnum fyrir þeim þegar þeir eru komnir yfir tvo og við höfum fundið mjög vel fyrir þeim skjálftum sem hafa verið á milli þrír og fjórir á richter. Enda eru það orðnir nokkuð stórir skjálftar". Aldís á von á því að málið verði tekið upp á bæjarstjórnarfundi á fimmtudaginn. Þá ætlar hún að kalla eftir svörum frá Orkuveitunni vegna málsins. Sérfræðingar Veðurstofunnar telja enga hættu á ferðum en umhverfisráðuneytið hefur engu að síður óskað eftir því að þeir skoði stöðuna betur og ræði málið við almannavarnir strax eftir helgi. Þá ætlar iðnaðarráðuneytið að láta Orkustofnun skoða skjálftavirkni á svæðinu eftir helgi. Aldís telur að Orkuveitan verði að breyta starfsaðferðum sínum svo íbúarnir þurfi ekki að búa við síendurtekna skjálfta. „ Þetta vekur ugg hjá fólki. Ég sé það ekki alveg fyrir mér að þetta geti verið framtíðarlausn á niðurdælingunni. Sérstaklega ekki, þegar við erum komin með bæði Hverahlíð og Gráuhnjúka í fulla vinnslu, þá held ég að þetta geti ekki verið leiðin".
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira