Lífið

Íslensk skartgripalína frumsýnd

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar skartgripahönnuðurnir frá Made by 3 frumsýndu nýja línu í verslun Leonard í Lækjargötu síðastliðið fimmtudagskvöld.

Hulda Hákonardóttir, Telma og Teresa Tryggvadætur skipa hönnunarteymið Made by 3 en þær hafa að leiðarljósi að hanna fallega og öðruvísi skartgripi sem henta öllum konum við mismunandi tækifæri.

Við hönnun sína nota þær Swarovski kristalla og perlur ásamt blóðsteinum. Leðurarmböndin þeirra hafa notið mikilla vinsælda en þau eru úr strúts- og kálfaleðri skreytt með kristöllum og keðjum.

Til að svara eftirspurn ákváðu þær að hanna einnig skartgripi fyrir karlmenn en það hefur færst í aukana að karlmenn beri armbönd en karlalínuna prýða íslenskt hraun og blóðsteinar.

„Karlkyns vinir mínir voru alltaf að spyrja hvenær við ætluðum að koma með skart fyrir karlmenn því það væri skortur á fjölbreyttari skartgripum fyrir þá. Við ákváðum að leggja höfuðið í bleyti og komumst að þeirri niðurstöðu að íslenska hraunið myndi passa vel við íslenska karlmennsku, gróft og karlmannlegt" segir Hulda hlæjandi.



Made by 3 á Facebook
- madeby3.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×