Fimmtíu þúsund undirskriftir gætu haft áhrif á afstöðu Bjarna 6. febrúar 2011 13:08 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd/Pjetur Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekki gert upp við sig hvort Icesave-samningurinn eigi að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann segir þó að vissulega hefði það áhrif á afstöðu sína ef fram kæmu 50 þúsund undirskriftir líkt og með fyrri samning. Þingmenn og fyrrum ráðherrar flokksins vilja að þjóðin eigi síðasta orðið. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins styður Icesavesamninginn en sú afstaða hefur sætt nokkurri gagnrýni innan flokksins. Á opnum fundi sem haldinn var í Valhöll í gær var mörgum fundarmönnum tíðrætt um að réttast væri að málið færi í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þegar málið fór síðast fyrir þjóðina var efnahagslegt sjálfstæði okkar í húfi, mér finnst það ekki eiga við núna. Þá voru langir undirskriftarlistar sem lágu fyrir, fimmtíu þúsund manns að ég held og þá var málið líka umdeilt í þinginu og lengstu umræður í þingsögunni fóru fram," segir Bjarni og tekur fram að hann hafi ekki útilokað það hvort að málið fari til þjóðarinnar. Einhverjir þingmenn flokksins hafa lýst því yfir að þeir vilji málið í þjóðaratkvæðagreiðslu og undir það tekur Björn Bjarnason fyrrum ráðherra flokksins. Hann segir á heimasíðu sinni að meginrökin séu þau að málið sé nú í höndum þingsins af því að þjóðin vísaði því þangað í atkvæaðgreiðslu, þetta eigi ekkert skylt við það hvort fleiri eða færri þingmenn samþykki lögin. En hvað með afstöðu Indfence-hópsins,sem styður ekki núverandi samning. Hefði það áhrif á afstöðu Bjarna ef fram kæmu 50 þúsund undirskriftir? „Það myndi að sjálfsögðu hafa áhrif en það er mikill munur á umsögn Indefencehópsins á þessum samningi og þeim fyrri. Þeir geta ekki hlaupið frá þeirri umsögn sem þeir skiluðu inn til þingsins, þar gerðu þeir aðeins áskilnað um einn fyrirvara. Það mátti ekkert skilja það öðruvísi en að þeir myndu styðja samninginn ef sú tillaga næði fram að ganga. Sú breytingartillaga snérist um að sett yrði inn í lög að tiltekinn lagaskilningur um meðferð þrotabúsins myndi ráða för. Ég tel hinsvegar fullnægjandi að íslenskum dómstólum verði falið að meta hvaða reglur íslensk lög geyma með sér um það efni." Fréttir Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sorglegt að ekki verði af fyrirtækjaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekki gert upp við sig hvort Icesave-samningurinn eigi að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann segir þó að vissulega hefði það áhrif á afstöðu sína ef fram kæmu 50 þúsund undirskriftir líkt og með fyrri samning. Þingmenn og fyrrum ráðherrar flokksins vilja að þjóðin eigi síðasta orðið. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins styður Icesavesamninginn en sú afstaða hefur sætt nokkurri gagnrýni innan flokksins. Á opnum fundi sem haldinn var í Valhöll í gær var mörgum fundarmönnum tíðrætt um að réttast væri að málið færi í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þegar málið fór síðast fyrir þjóðina var efnahagslegt sjálfstæði okkar í húfi, mér finnst það ekki eiga við núna. Þá voru langir undirskriftarlistar sem lágu fyrir, fimmtíu þúsund manns að ég held og þá var málið líka umdeilt í þinginu og lengstu umræður í þingsögunni fóru fram," segir Bjarni og tekur fram að hann hafi ekki útilokað það hvort að málið fari til þjóðarinnar. Einhverjir þingmenn flokksins hafa lýst því yfir að þeir vilji málið í þjóðaratkvæðagreiðslu og undir það tekur Björn Bjarnason fyrrum ráðherra flokksins. Hann segir á heimasíðu sinni að meginrökin séu þau að málið sé nú í höndum þingsins af því að þjóðin vísaði því þangað í atkvæaðgreiðslu, þetta eigi ekkert skylt við það hvort fleiri eða færri þingmenn samþykki lögin. En hvað með afstöðu Indfence-hópsins,sem styður ekki núverandi samning. Hefði það áhrif á afstöðu Bjarna ef fram kæmu 50 þúsund undirskriftir? „Það myndi að sjálfsögðu hafa áhrif en það er mikill munur á umsögn Indefencehópsins á þessum samningi og þeim fyrri. Þeir geta ekki hlaupið frá þeirri umsögn sem þeir skiluðu inn til þingsins, þar gerðu þeir aðeins áskilnað um einn fyrirvara. Það mátti ekkert skilja það öðruvísi en að þeir myndu styðja samninginn ef sú tillaga næði fram að ganga. Sú breytingartillaga snérist um að sett yrði inn í lög að tiltekinn lagaskilningur um meðferð þrotabúsins myndi ráða för. Ég tel hinsvegar fullnægjandi að íslenskum dómstólum verði falið að meta hvaða reglur íslensk lög geyma með sér um það efni."
Fréttir Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sorglegt að ekki verði af fyrirtækjaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“