Lífið

Pitt vill leika Lennon

Ætlar að leika hinn sáluga John Lennon í nýrri mynd um ævi hans.
Ætlar að leika hinn sáluga John Lennon í nýrri mynd um ævi hans.
Hjartaknúsarinn Brad Pitt er í viðræðum við Yoko Ono um að hann leiki fyrrverandi eiginmann hennar John Lennon í nýrri mynd um ævi hans. Pitt hitti Ono á dögunum og reyndi að sannfæra hana um að hann væri rætti maðurinn í hlutverkið. „Það er maður að skrifa handrit myndarinnar fyrir Brad. Yoko hefur gefið verkefninu blessun sína svo lengi sem myndin verði trú ævi Johns,“ sagði heimildarmaður. Brad er sagður ætla að læra að syngja og tala eins og Bítillinn fyrrverandi, sem gæti reynst þrautin þyngri enda talaði Lennon gjarnan með miklum Liverpool-hreim. Talið er að Pitt ætli einnig að framleiða myndina. Enginn leikstjóri hefur enn verið orðaður við verkefnið. Stutt er síðan Aaron Johnson lék Lennon á hans yngri árum í myndinni Nowhere Boy sem kom út 2009.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.