Forseti ASÍ: Við viljum sjá vor, vor hins vinnandi manns 1. maí 2011 15:29 Gylfi Arnbjörnsson. „Þetta er sá frostavetur sem íslenskt launafólk hefur gengið í gegnum og þetta er sá frostavetur sem við viljum sjá ljúka – við viljum sjá vor, vor hins vinnandi manns,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, í ræðu sinni á verkalýðsdeginum á Akureyri. Gylfi sagði að öflugt velferðarsamfélag yrði aðeins reist á trúverðugum og varanlegum efnahagslegum stöðugleika og uppbyggingu. Svo bætti hann við: „Þann stöðugleika og trúverðugleika sem okkur vantar svo sárlega nú, höfum við einstætt tækifæri til að ná með því að ljúka viðræðum okkar við Evrópusambandið um aðild, þar sem við stöndum fast á samningsmarkmiðum okkar í sjávarútvegi, landbúnaði og byggðamálum og stefnum að upptöku evru í framhaldi af því.“ Hann sagði þetta vera stórar, og fyrir marga, þungbærar ákvarðanir. Gylfi sagðist jafnframt gera sér grein fyrir að skiptar skoðanir væru um málið í ASÍ. „En aðal atriðið er að þjóðin sjálf fái að taka afstöðu til þeirra í þjóðaatkvæðagreiðslu byggt á hagsmunamati á skýrri samningsniðurstöðu en ekki afstöðu þingmanna á grundvelli krafna sérhagsmunahópa. Höfum það hugfast, að til að móta nýtt samfélag sem verði reist á öðrum og traustari forsendum en áður giltu, verðum við að hafa kjark til þess að breyta til og tíminn til slíkra ákvarðana er nú, en ekki seinna, því það kann að verða of seint! “ sagði hann svo. Þá vék Gylfi einnig orðum sínum að Samtökum Atvinnulífsins líkt og varaforseti ASÍ gerði í ræðu sinni á Austurvelli. „Ljóst er að til þess að rjúfa þessa kyrrstöðu og gíslatöku LÍÚ og SA þarf verkalýðshreyfingin að sameinast og bregðast hart við og það gerum við einungis með því að leita til félagsmanna okkar um heimild til verkfalla. Til þess erum við treg því samfélagslegur kostnaður verkfalla er mikill og mikil ábyrgð sem fylgir notkun þeirra. Það er hins vegar búið að stilla okkur upp við vegg og við eigum engra annara kosta völ en að grípa til verkfallsvopnssins. Ekki einungis er langlundargeð okkar gagnvart atvinnurekendum þrotið, það er búið að misbjóða íslensku launafólki herfilega með því að taka kjarabætur þess í gíslingu við þessar aðstæður.“ Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira
„Þetta er sá frostavetur sem íslenskt launafólk hefur gengið í gegnum og þetta er sá frostavetur sem við viljum sjá ljúka – við viljum sjá vor, vor hins vinnandi manns,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, í ræðu sinni á verkalýðsdeginum á Akureyri. Gylfi sagði að öflugt velferðarsamfélag yrði aðeins reist á trúverðugum og varanlegum efnahagslegum stöðugleika og uppbyggingu. Svo bætti hann við: „Þann stöðugleika og trúverðugleika sem okkur vantar svo sárlega nú, höfum við einstætt tækifæri til að ná með því að ljúka viðræðum okkar við Evrópusambandið um aðild, þar sem við stöndum fast á samningsmarkmiðum okkar í sjávarútvegi, landbúnaði og byggðamálum og stefnum að upptöku evru í framhaldi af því.“ Hann sagði þetta vera stórar, og fyrir marga, þungbærar ákvarðanir. Gylfi sagðist jafnframt gera sér grein fyrir að skiptar skoðanir væru um málið í ASÍ. „En aðal atriðið er að þjóðin sjálf fái að taka afstöðu til þeirra í þjóðaatkvæðagreiðslu byggt á hagsmunamati á skýrri samningsniðurstöðu en ekki afstöðu þingmanna á grundvelli krafna sérhagsmunahópa. Höfum það hugfast, að til að móta nýtt samfélag sem verði reist á öðrum og traustari forsendum en áður giltu, verðum við að hafa kjark til þess að breyta til og tíminn til slíkra ákvarðana er nú, en ekki seinna, því það kann að verða of seint! “ sagði hann svo. Þá vék Gylfi einnig orðum sínum að Samtökum Atvinnulífsins líkt og varaforseti ASÍ gerði í ræðu sinni á Austurvelli. „Ljóst er að til þess að rjúfa þessa kyrrstöðu og gíslatöku LÍÚ og SA þarf verkalýðshreyfingin að sameinast og bregðast hart við og það gerum við einungis með því að leita til félagsmanna okkar um heimild til verkfalla. Til þess erum við treg því samfélagslegur kostnaður verkfalla er mikill og mikil ábyrgð sem fylgir notkun þeirra. Það er hins vegar búið að stilla okkur upp við vegg og við eigum engra annara kosta völ en að grípa til verkfallsvopnssins. Ekki einungis er langlundargeð okkar gagnvart atvinnurekendum þrotið, það er búið að misbjóða íslensku launafólki herfilega með því að taka kjarabætur þess í gíslingu við þessar aðstæður.“
Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira