Körfubolti

KR komið í 1-0

Eiríkur Stefán Ásgeirssno skrifar
Margrét Kara Sturludóttir, leikmaður KR.
Margrét Kara Sturludóttir, leikmaður KR. Mynd/Daníel
KR tók í dag forystu í einvígi sínu gegn Snæfelli í fyrstu umferð úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna í dag.

KR vann að lokum sannfærandi sigur, 80-61, en jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og skiptust þau á að vera í forystu. Staðan í hálfleik var 38-35, KR í vil. KR-ingar sigldu þó fram úr í síðari hálfleik og tryggðu sér 1-0 forystu í einvíginu.

Chazny Morris skoraði 25 stig fyrir KR í dag og Margrét Kara Sturludóttir 23. Hjá Snæfelli var Monique Martin stigahæst með 23 stig.

KR - Snæfell 80-61 (38-35)

KR: Chazny Paige  Morris 25/8 fráköst/7 stoðsendingar, Margrét Kara Sturludóttir 23/5 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 12/9 fráköst/6 stoðsendingar, Signý Hermannsdóttir 8/5 fráköst, Svandís Anna Sigurðardóttir 4, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 4, Hafrún Hálfdánardóttir 2/4 fráköst, Sólveig Helga  Gunnlaugsdóttir 2.

Snæfell: Monique Martin 23/8 fráköst, Laura Audere 15/7 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 12/8 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 6/4 fráköst, Sara Mjöll Magnúsdóttir 3, Hildur Björg Kjartansdóttir 2/8 fráköst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×