![](https://www.visir.is/i/ABF687E44C9FCCDEA088B7ACD88CFAA44AB85BCB46BBB5BED00C451BB96BD3F8_80x80.jpg)
Matur er mál málanna
Heimurinn er að breytast afar hratt og þau vandamál sem steðja að matvælaframleiðslu á heimsvísu þarf að taka alvarlega. Matur er mál málanna eins og þeir sem fylgjast með heimsfréttum vita. Þar tengjast mörg viðfangsefni eins og fólksfjölgun, orkumál, vatnsbúskapur, land, gróður, búfé, heimsverslun, lífskjör fólks og þjóðfélagsskipulag. Förum yfir nokkur atriði til upprifjunar.
Matvælaframleiðsla þarf að vaxa um 70% á næstu 40 árum
Fólksfjölgun í heiminum er afar hröð. Nú búa tæplega sjö milljarðar manna á jörðinni en það stefnir í að milljarðarnir verði níu árið 2050. Jarðarbúar þurfa sífellt meiri mat en samkvæmt spám Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna þarf að auka matvælaframleiðslu um 70% á næstu 40 árum til að anna eftirspurn. Bættur efnahagur og breyttir neysluhættir gera það að verkum að meiri eftirspurn er eftir búvörum eins og kjöti og mjólk. Til að framleiða þessar vörur þarf mikið vatn og land sem því miður er af skornum skammti. Samfélög í vanþróuðum löndum eru misjafnlega undir þessa þróun búin en víða er ekki næg þekking né tækni fyrir hendi til að stunda matvælaframleiðslu af þeirri stærðargráðu sem nauðsynleg er.
Efnahagslegt umrót
Loftslagsbreytingar hafa margvísleg áhrif á ræktunarmöguleika um allan heim. Þurrkar, flóð, gróðureldar og vatnsskortur veldur því að litlar birgðir eru nú til af mat. Nýjustu fregnir eru frá Kína þar sem útlit er fyrir uppskerubrest ef úrkoma eykst ekki innan tíðar. Þar í landi hafa þegar verið lagðir 110% tollar á útflutt korn. Fleiri ríki grípa til svipaðra úrræða, líkt og Rússland gerði til dæmis síðasta sumar. Afleiðingarnar eru áframhaldandi matarverðshækkanir og efnahagslegt umrót.
Verðhækkanir á mat
Matvælaverðsvísitala FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna hefur hækkað hratt og áhrifin eru þegar víðtæk. Þau eru m.a. talin ein ástæða uppreisnar í Miðausturlöndum. Fólk í fátækum löndum á ekki efni á mat eða sveltur en áætlað er að um þessar mundir búi um milljarður manna við hungur í heiminum. Útreikningar FAO sýna gríðarlegar verðhækkanir á síðasta ári þar sem kjöt hefur hækkað um 18%, korn um tæplega 40%, olíur og fita um tæp 56% og sykur um 19%.
Gerum ekki lítið úr vandanum
Ástandið afhjúpar skýrt hvernig þjóðir bregðast við og grípa til tollverndar til að tryggja eigið fæðuöryggi. Þó við búum vel hér á Íslandi og eigum ekki við matvælaskort að glíma þá er okkur hollt að horfa út fyrir túngarðinn og leggja mat á framtíðina. Við megum heldur ekki gera lítið úr þeim vanda sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir. Bændasamtökin hafa fært fyrir því rök að Ísland sé betur í stakk búið til að framleiða sínar eigin búvörur, standi landið fyrir utan Evrópusambandið. Ástæðan er einfaldlega sú að samtökin telja landbúnaði verulega ógnað verði landbúnaðarstefna ESB fyrir valinu, þá muni m.a. kúabúum fækka hér um helming og kjötframleiðsla dragast verulega saman.
Sáttmáli um fæðuöryggi?
Við setningu Búnaðarþings fyrir þremur árum kynnti forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, hugmyndir sínar um sáttmála sem tryggði fæðuöryggi Íslendinga. Í ræðu sinni fjallaði hann um þá þætti sem ógna fæðuöryggi heimsins og benti á að Íslendingar þyrftu fyrr eða síðar að búa sig undir breytta tíma. Sáttmáli um fæðuöryggi tæki mið af hagsmunum þjóðarinnar og gæti orðið grundvöllur að skipulagi matvælaframleiðslu og reglum um nýtingu lands.
Í huga bænda er enginn vafi á því að íslenskur landbúnaður er mikilvægur hlekkur í því að treysta fæðuöryggi hér á landi. Við eigum að leggja metnað í að framleiða eins mikinn mat og hægt er og nýta til þess þær auðlindir og þekkingu sem við búum yfir.
Skoðun
![](/i/106DAA0D92124694EAD0F6E3405FA465DD37D4B4F505B313B0E2C056CC36E3EB_390x390.jpg)
Að lesa Biblíuna eins og Njálu
Örn Bárður Jónsson skrifar
![](/i/04B446492EB2B07DD45513C5E565B4A434DC6AA9E2AB44837FE651EBC1A9E540_390x390.jpg)
Þora ekki í skólann
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
![](/i/9F2BFA7D1EFB1D1FD06A83C2D6BB44C626D1F818220F3B49B2596EC7A7E9A760_390x390.jpg)
Græn borg
Auður Elva Kjartansdóttir skrifar
![](/i/2B5D664FE595895A82E86FD921B1A795EBC302C945350052958F9A3BB9017279_390x390.jpg)
Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda?
Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar
![](/i/6781EA64D59EFE3F1986F377E35CF7800EEB426C611AA8C50A8C8D4E82960FA9_390x390.jpg)
Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál?
Ágústa Ágústsdóttir skrifar
![](/i/573217FFCD8BB72BE71DA32C70FF1A5BBC533585497893444278BF4F8C67D73F_390x390.jpg)
Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður
Guðni Ívar Guðmundsson skrifar
![](/i/54FF5E5E5054C5E53CE901EDA17793A746CB03CAF6A7A4D353C3EB0EB417E031_390x390.jpg)
Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu
Einar Mikael Sverrisson skrifar
![](/i/C0FF1229AF47DB767704F05E803BADEF414352B79AD75406784129BA661DA97B_390x390.jpg)
Staða hjúkrunar
Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar
![](/i/E36E982D3C670AC7BAADB1F2ECC4C207AB2B28F6335AF3A48C154BAE2191D445_390x390.jpg)
Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar
Erik Figueras Torras skrifar
![](/i/CA2B84CD303E9BE3AC509D2D7DDDD0904126F52FA311BE8CBA53CE87AB8C5BBC_390x390.jpg)
Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga
Einar Hannesson skrifar
![](/i/68AA77180E206927CF9A010C1AF7BB498DC8F9F00E1F72967EE2F772315DDE7E_390x390.jpg)
Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi
Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
![](/i/DEF65D1C5DB0040BF193E4061CD8D518BAE40CFD5E28791B034EDDC615C6E41E_390x390.jpg)
Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
![](/i/41E4B2B458637A9C627FD0811EF6F318169FA199286A9F16931D6F87982EBD59_390x390.jpg)
VR og ungt fólk
Halla Gunnarsdóttir skrifar
![](/i/E1329002BEAE73504F51C8449BA428B4CE4E71F632E800AEBA48B4DE2D6BE6B4_390x390.jpg)
Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum?
Ólafur Stephensen skrifar
![](/i/E329664B1EFEFB91E6F1391DE0C91BE0CE9FC95022B056EED9B523780822F4B6_390x390.jpg)
Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja?
Eiður Ragnarsson skrifar
![](/i/9300861ED23315C780A6C38249DB99A72F584E1632F501E00A441D1D532E774B_390x390.jpg)
Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus
Sigvaldi Einarsson skrifar
![](/i/4FC71C8814ABA3216E076F78EFB0D05002BB0648685C8E488C44A033D705E949_390x390.jpg)
Skaut kennaraforystan sig í fótinn
Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar
![](/i/C29D4A60E88A52187285E5DA0D77F11CB1AEDF65E359ADE3BDA4F097E176DC77_390x390.jpg)
„Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“
Viðar Hreinsson skrifar
![](/i/2D4D31519A54B12D9D1E2B65E61C47C8C48824118393068376D63FC92D97EFB9_390x390.jpg)
Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024
Helga Vala Helgadóttir skrifar
![](/i/E69840E85A48D96AE0B1B1F35D172E7306588F76BE6ABF8709238FB311C670DD_390x390.jpg)
Ég er karl með vesen
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar
![](/i/3FB8A934A4AD663687E15997005DDD26A0FF307A79DFFE7CC9F3929C9D6DE9F4_390x390.jpg)
Áslaug Arna: Hamhleypa til verka
Þórður Gunnarsson skrifar
![](/i/77F4334A98C423BEBB46B5E79B4603312E75AA18E25E868420F1213147F7BCEC_390x390.jpg)
Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál
Skúli Bragi Geirdal skrifar
![](/i/6334F8E6F0CDCEFC058986C2AECE96ADF54F52F9082021A70DFF467DE7122400_390x390.jpg)
Aukin framrúðutjón á vegum landsins
Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar
![](/i/3DBAD15603349EB11C8A7038C3E876C0A2DA4350B20E0CBCF4AC4DE28284FDD4_390x390.jpg)
Ísland í hnotskurn
Hanna Lára Steinsson skrifar
![](/i/FA796A7ECA5EE38E88F5E75270898BF8FCACA60ED78D13F00636BD6122EC51FE_390x390.jpg)
„Löngum var ég læknir minn ...“
Þorsteinn Siglaugsson skrifar
![](/i/80BE6D828C2383F5B15A9F9783396B28926354E6BB6582A038C561FF35BCB294_390x390.jpg)
Hinir ósnertanlegu
Björn Ólafsson skrifar
![](/i/0AD591B475824502C50BCDAB8FD498B5D143FBED3D3FBD09FA25EC1D7F32E2E7_390x390.jpg)
Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá
Birgir Dýrfjörð skrifar
![](/i/E84AC1753925A7FB031A2A5F8FD5410A011AC360FF83EA200B5A1EE491FAE48A_390x390.jpg)
Þegar misvitringar leika listina að ljúga
Kristján Logason skrifar
![](/i/B8175C95E5E1F9C661E0AD3C3104188E58CC2052B65EDE96395A28E1BB5E5C49_390x390.jpg)
Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði
Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
![](/i/2486A49A9AE8A191EE543008E543301D0F52118CBF9F4E25DC2DED0D46527DF9_390x390.jpg)
Kæra sjálfstæðisfólk
Snorri Ásmundsson skrifar