Körfubolti

Úrslitakeppni kvenna af stað í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Margrét Kara Sturludóttir verður með KR í dag.
Margrét Kara Sturludóttir verður með KR í dag. Mynd/Anton
Úrslitakeppni kvenna í körfubolta hefst í kvöld með fyrsta leik í einvígum Hauka og Njarðvíkur annarsvegar og KR og Snæfells hinsvegar. Þau lið sem fyrr vinna tvo leiki tryggja sér sæti í undanúrslitununum þar sem bíða tvo efstu liðin í deildarkeppninni, Hamar og Keflavík.

Haukar og Njarðvík spila klukkan 13.30 á Ásvöllum. Njarðvík hefur unnið sex leiki í röð eftir að liðið bætti við þriðja erlenda leikmanninum í lið sitt en Njarðvík hafði unnið 70-68 sigur á Haukum þegar þau mættustu síðast í átta liða úrslitum bikarsins í Njarðvík í janúar.

KR og Snæfell spila klukkan 16.00 í DHL-höllinni. KR vann örugga sigra í báðum innbyrðisleikjum liðanna í vetur, með 28 stigum á heimavelli í október (68-40) og með 23 stigum í Hólminum í desember (79-56).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×