Breytingin er Íslandi í hag 12. mars 2011 03:15 Utanríkisráðherra segir nýja reglugerð ESB styrkja málstað Íslands í sjávarútvegsmálum. Fréttablaðið/afp Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir að nýleg reglugerðarbreyting á sameiginlegri sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins (ESB) þar sem aðildarríkjum er gert að stýra staðbundnum stofnum innan eigin lögsögu, styrki röksemdir Íslands í aðildarviðræðunum við sambandið. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær, kveður nýtt ákvæði í sjöttu grein reglugerðarinnar, frá janúar síðastliðnum, á um að aðildarríki geti ákvarðað einhliða hámarksafla úr tilteknum stofnum sem eru alfarið nýttir af viðkomandi ríki, í stað þess að tekin sé sameiginleg ákvörðun í ráðherraráðinu eins og átt hefur við hingað til. „Það er ljóst að þetta er sterkt fordæmi,“ segir Össur í samtali við Fréttablaðið. „Hins vegar vil ég ekki vekja upp of miklar væntingar vegna þessa eins, því að það eru önnur sterk rök fyrir því að rétt væri af ESB að fallast á hugmyndir okkar, sem hafa verið mjög eðlisskyldar þessari nýju reglugerð.“ Össur bætir því við að þessi breyting sé í samræmi við nýja hugsun innan ESB um að umsjón með staðbundnum stofnum sé flutt nær upprunanum. „Samkvæmt því er valdið flutt til sérfræðinga á staðnum þar sem fiskurinn er og til fyrirtækjanna sem afla úr stofnunum og vinna úr þeim. Þetta er í anda þess sem við höfum haldið fram, að þeir sem hafi alla sína afkomu af auðlind séu best til þess fallnir að sjá um og stýra nytjum á henni.“ Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, segir í samtali við Fréttablaðið að þessi breyting hafi ekki áhrif á afstöðu sambandsins til aðildar Íslands að ESB. „Þessi breyting nær yfir mjög takmarkaðan fjölda fiskistofna,“ segir Friðrik. Hann vekur athygli á því að reglugerðin nái til stofna þar sem engin vísindaráðgjöf sé til, sem séu ekki stofnar sem einhverju skipti hér við land. „Þetta er engin grundvallarbreyting varðandi það að þær ákvarðanir sem máli skipta um fiskveiðistjórnunina eru áfram hjá Evrópusambandinu.“ thorgils@frettabladid.is brjann@frettabladid.is Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir að nýleg reglugerðarbreyting á sameiginlegri sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins (ESB) þar sem aðildarríkjum er gert að stýra staðbundnum stofnum innan eigin lögsögu, styrki röksemdir Íslands í aðildarviðræðunum við sambandið. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær, kveður nýtt ákvæði í sjöttu grein reglugerðarinnar, frá janúar síðastliðnum, á um að aðildarríki geti ákvarðað einhliða hámarksafla úr tilteknum stofnum sem eru alfarið nýttir af viðkomandi ríki, í stað þess að tekin sé sameiginleg ákvörðun í ráðherraráðinu eins og átt hefur við hingað til. „Það er ljóst að þetta er sterkt fordæmi,“ segir Össur í samtali við Fréttablaðið. „Hins vegar vil ég ekki vekja upp of miklar væntingar vegna þessa eins, því að það eru önnur sterk rök fyrir því að rétt væri af ESB að fallast á hugmyndir okkar, sem hafa verið mjög eðlisskyldar þessari nýju reglugerð.“ Össur bætir því við að þessi breyting sé í samræmi við nýja hugsun innan ESB um að umsjón með staðbundnum stofnum sé flutt nær upprunanum. „Samkvæmt því er valdið flutt til sérfræðinga á staðnum þar sem fiskurinn er og til fyrirtækjanna sem afla úr stofnunum og vinna úr þeim. Þetta er í anda þess sem við höfum haldið fram, að þeir sem hafi alla sína afkomu af auðlind séu best til þess fallnir að sjá um og stýra nytjum á henni.“ Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, segir í samtali við Fréttablaðið að þessi breyting hafi ekki áhrif á afstöðu sambandsins til aðildar Íslands að ESB. „Þessi breyting nær yfir mjög takmarkaðan fjölda fiskistofna,“ segir Friðrik. Hann vekur athygli á því að reglugerðin nái til stofna þar sem engin vísindaráðgjöf sé til, sem séu ekki stofnar sem einhverju skipti hér við land. „Þetta er engin grundvallarbreyting varðandi það að þær ákvarðanir sem máli skipta um fiskveiðistjórnunina eru áfram hjá Evrópusambandinu.“ thorgils@frettabladid.is brjann@frettabladid.is
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira