Örlög Portúgals ráðast á morgun 11. janúar 2011 13:22 Margir telja að Portúgal rambi nú á barmi þjóðargjaldþrots en örlög landsins munu væntanlega ráðast á morgun. Þá ætla portúgölsk stjórnvöld að bjóða út fimm og tíu ára ríkisskuldabréf. Fari vextirnir af tíu ára bréfunum yfir 7% í útboðinu eru allar líkur á að Portúgalir kasti handklæðinu í hringinn og leiti ásjár ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Um er að ræða útgáfu upp á samtals 1,25 milljarð evra en vextirnir á tíu ára ríkisskuldabréfum Portúgals eru nú tæplega 7%. Sjálf segja portúgölsk stjórnvöld að vextir yfir 7% þýði að skuldirnar séu ósjálfbærar. Til samanburðar má nefna að þýsku viðmiðunarvextirnir á tíu ára bréfum eru nú 2,85%. Jacob Graven aðalhagfræðingur Sydbank segir í samtali við börsen.dk að jafnvel þótt Portúgal sleppi naumlega frá útboðinu á morgun þannig að vextirnir hækki ekki meir en orðið er séu allar líkur á að landið taki þau „þungu skerf" á næstum vikum og biðji um aðstoð. Það hefur raunar komið fram áður að bæði Þjóðverjar og Frakkar hafa beitt Portúgali miklum þrýstingi til að þiggja neyðaraðstoð frá ESB og AGS. Þessu hafa portúgölsk stjórnvöld hafnað hingað til og segja að þau ætli sér að komast í gegnum þennan brimskafl af eigin rammleik. Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Margir telja að Portúgal rambi nú á barmi þjóðargjaldþrots en örlög landsins munu væntanlega ráðast á morgun. Þá ætla portúgölsk stjórnvöld að bjóða út fimm og tíu ára ríkisskuldabréf. Fari vextirnir af tíu ára bréfunum yfir 7% í útboðinu eru allar líkur á að Portúgalir kasti handklæðinu í hringinn og leiti ásjár ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Um er að ræða útgáfu upp á samtals 1,25 milljarð evra en vextirnir á tíu ára ríkisskuldabréfum Portúgals eru nú tæplega 7%. Sjálf segja portúgölsk stjórnvöld að vextir yfir 7% þýði að skuldirnar séu ósjálfbærar. Til samanburðar má nefna að þýsku viðmiðunarvextirnir á tíu ára bréfum eru nú 2,85%. Jacob Graven aðalhagfræðingur Sydbank segir í samtali við börsen.dk að jafnvel þótt Portúgal sleppi naumlega frá útboðinu á morgun þannig að vextirnir hækki ekki meir en orðið er séu allar líkur á að landið taki þau „þungu skerf" á næstum vikum og biðji um aðstoð. Það hefur raunar komið fram áður að bæði Þjóðverjar og Frakkar hafa beitt Portúgali miklum þrýstingi til að þiggja neyðaraðstoð frá ESB og AGS. Þessu hafa portúgölsk stjórnvöld hafnað hingað til og segja að þau ætli sér að komast í gegnum þennan brimskafl af eigin rammleik.
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira