Innlent

Íslensk listakona í úrslit hjá Saatchi

Skýjatjald, verk Hrafnhildar Ingu sem komst í úrslit.
Skýjatjald, verk Hrafnhildar Ingu sem komst í úrslit.
Listamaðurinn Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir komst í gær í 32 manna úrslit í málverkasamkeppni vefnum Saatchionline. Samkeppnin fellst í því að notendur vefjarins velja á milli tveggja listmálara sem stillt er upp gegn hvor öðrum. Keppninni lýkur 20. janúar og vinningshafinn hefur möguleika á að sýna verkin sín hjá hinu virta Saatchi galleríi í London.

Allir geta tekið þátt á netinu og stutt Hrafnhildi Ingu með því að smella hér og skrá sig.

„Hrafnhildur Inga málar myndir sem lýsa skýjafari, veðurfari og sjólagi. Hún er mikið náttúrubarn og sækir myndefnið oft á sínar heimaslóðir í Fljótshlíðinni þar sem hún horfir eftir endilangri suðurströndinni þar sem skýin hrannast upp og velta sér eftir sjóndeildarhringnum og eru aldrei andartak eins. Oft er sem himinn og jörð renni saman og lokast yfir höfði manns. Þá birtist sólin augnablik, andartaks ljósbrot. Það er meðal annars það sem hún fangar í myndum sínum.“

Þannig er henni lýst á vef Gallerí Foldar en verkið Skýjatjald, sem Hrafnhildur Inga sendi í samkeppnina er nú til sýnis í húsnæði Gallerí Foldar við Rauðarárstíg í Reykjavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×