Innlent

Reyndu að kúga út tíu milljónir

Ákæra á hendur mönnunum hefur verið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Ákæra á hendur mönnunum hefur verið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir
Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir öðrum tveggja Black Pistons-manna, sem sitja inni fyrir meint ofbeldi, hótanir og frelsissviptingu manns. Maðurinn skal sæta gæsluvarðhaldi til 22. september. Félaga hans, sem er jafnframt leiðtogi vélhjólagengisins, var gert að afplána 240 daga eftirstöðvar refsingar.

Mönnunum tveim er gefið að sök að fremja sérstaklega hættulega líkamsárás, frelsissviptingu og tilraun til ráns að kvöldi þriðjudagsins 10. maí og miðvikudaginn 11. maí.

Talið er að þeir hafi reynt að neyða út úr fórnarlambinu fé með því að hóta að beita hann og nána vandamenn hans ofbeldi og svipta hann frelsi sínu ef hann útvegaði þeim ekki tíu milljónir króna í reiðufé, ferðatölvu, tvo flatskjái, tvö mótorhjól og bifreið. Fórnarlambið nefbrotnaði og hlaut bólgur og mar í andliti og líkama.

Þá er manninum einnig gefin að sök varsla á fíkniefnum. Hann hefur neitað sök við yfirheyrslur hjá lögreglu. Ákæran á hendur honum hefur verið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur.

- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×