Íslenski boltinn

Jóhann Birnir: Þetta lítur vel út

Ari Erlingsson í Keflavík skrifar
Mynd/Daníel
Hetja Keflavíkurliðsins Jóhann Birnir var kampakátur í leikslok og sagði tilfinninguna góða að tryggja liði sínu sigur á lokakaflanum eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

„Það er engin sérstök ástæða fyrir því að ég er á bekknum nema sú að við erum með góða breidd og þá sérstaklega fram á við. Það er auðvitað munaður að geta haft góða og reynslumikla menn á bekknum eins og mig, Grétar Hjartars og Magga Þorsteins," sagði Jóhann Birnir.

„Willum er að rúlla þessu vel og þetta lítur vel út. Ég tala nú ekki um þegar allir eru heilir og þá sérstaklega verður öflugt að fá vin minn Hauk Inga Guðnason inn í hópinn seinna í sumar. Völlurinn var laus í sér og erfiður þótt hann líti nú ágætlega út úr fjarlægð. Því var þetta barátta út í gegn hjá okkur í kvöld og við náðum að vinna þá baráttu. Við erum með vel spilandi lið og eigum því bara eftir að græða á því þegar vellirnir batna.“

Aðspurður um byrjunina á mótinu hafði Jóhann þetta að segja. „Það er auðvitað mjög öflugt að byrja á sigri og við ætlum að gera okkar besta til að gera þennan heimavöll okkar að alvöru vígi sem hin liðin hræðast. Næst er það svo bara KR í Vesturbænum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×