Íslenski boltinn

Aron í tveggja leikja bann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron Sigurðarson var gerður að fyrirliða KR í vetur.
Aron Sigurðarson var gerður að fyrirliða KR í vetur. vísir/hag

Fyrirliði KR, Aron Sigurðarson, hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann af aganefnd KSÍ vegna rauða spjaldsins sem hann fékk gegn KA í 1. umferð Bestu deildar karla á sunnudaginn.

Aron var rekinn af velli undir lok leiksins á Akureyri eftir viðskipti við Andra Fannar Stefánsson. Sérfræðingum Stúkunnar, þeim Bjarni Guðjónssyni og Ólafi Kristjánssyni, fannst rauða spjaldið nokkuð harður dómur en KA-menn voru ekki sáttur við þá umræðu.

Nú er ljóst að Aron missir af næstu tveimur leikjum KR; gegn Val á AVIS-vellinum í Laugardal á mánudaginn og gegn FH í Kaplakrika miðvikudaginn 23. apríl.

KR verður einnig án Hjalta Sigurðssonar í leiknum gegn Val en hann fékk rautt spjald í uppbótartíma gegn KA.

Þá fékk Gylfi Þór Sigurðsson eins leiks bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í 2-0 sigri Víkings á ÍBV í gær.

Gylfi missir af leik Víkings gegn bikarmeisturum KA á sunnudaginn.


Tengdar fréttir

Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“

Skiptar skoðanir eru á rauðu spjaldi Arons Sigurðarsonar, fyrirliða KR, í 2-2 jafntefli við KA á Akureyri um liðna helgi. Atvikið náðist ekki í sjónvarpsútsendingu en var sýnt í Stúkunni í gær. Sérfræðingar þar virtust sammála um að Aron hefði ekki átt að fá reisupassann, við dræmar undirtektir Akureyringa sem létu í sér heyra á samfélagsmiðlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×