Viðskipti erlent

Dollarinn braggast eftir dauða Osama bin Laden

Fjármálamarkaðir hafa tekið mjög vel í tíðindin af dauða Osama bin Laden. Þannig hefur dollarinn styrkst aðeins í morgun gagnvart evrunni.

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað í kjölfar fréttarinnar um Osama. Þannig lækkaði bandaríska léttolían um 1% í morgun og stendur í tæpum 113 dollurum á tunnuna  og hefur lækkað aðeins úr hæsta gildi sínu undanfarinn 31 mánuð.

Verð á gulli og silfri hefur lækkað í morgun og það svo um munar hvað silfur varðar. Lækkun þess nemur 13% frá verðinu sem var fyrir helgina.

Hlutabréfamarkaðir sýna hækkanir á flestum stöðum í heiminum. Þannig hefur verð á bandarískum hlutabréfum í framvirkum samningum hækkað um tæpt prósent í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×