Handbolti

Ágúst þjálfari mun hlaupa upp 20 hæðir á hótelinu í kvöld

Ágúst fagnar í kvöld.
Ágúst fagnar í kvöld. mynd/pjetur
"Ég var víst búinn að lofa því að hlaupa upp allar 20 hæðirnar á hótelinu ef stelpurnar myndu vinna. Ég mun að sjálfsögðu rúlla því upp," sagði sigurreifur þjálfari Íslands, Ágúst Þór Jóhannsson, í samtali við Sigurð Elvar Þórólfsson eftir sigurinn á Þýskalandi í kvöld. "Ég mun reyna að komast hjá því í kvöld en ég kemst tæplega upp með það."

Ágúst var að vonum stoltur af stelpunum sem snéru 4-11 leik sér í hag.

"Við byrjuðum illa en sýndum mikinn karakter með því að koma til baka. Svo var ekki aftur snúið. Það var mikill vilji og hungur í liðinu," sagði Ágúst.

"Ég er gríðarlega ánægður inn í mér þó svo ég reyni að vera rólegur. Ég er mjög ánægður með leik liðsins en við eigum erfiðan leik gegn Kína. Ég veit ekki einu sinni hvaða dagur er en sá leikur er víst á föstudag," sagði þjálfarinn og brosti.

"Við verðum að koma okkur niður á jörðina og mæta vel undirbúnar í þann leik því hann verður snúinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×