Lífið

16 ára píanósnillingur búsettur á Íslandi

elly@365.is skrifar
Ég er mjög stolt af því að búa á Íslandi og ef ég fer eitthvað segi ég að ég sé frá Íslandi..., segir sextán ára píanóleikari, Margaryta Popova, sem sigraði árlega keppni á meðal nemenda í Tónlistarskóla Reykjavíkur á dögunum en þar leggur hún stund á píanónám undir leiðsögn Peter Maté.

Margaryta, sem er frá Úkraínu, hefur búið hér á landi undanfarin fjögur ár ásamt úkraínskri móður sinni og stjúpföður sem er íslenskur. Samhliða píanónáminu er hún á IB-braut í Menntaskólanum í Hamrahlíð.

Margaryta hefur tekið þátt í fjölda alþjóðlegum keppnum með góðum árangri um allan heim og má þar nefna Tékkland, Úkraínu, Belgíu, Frakkland, Ítalíu og nú síðast hér á Íslandi.

Heimasíða Tónlistarskóla Reykjavíkur.

Aukaefni - Margaryta og kennarinn hennar Peter Maté - sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×