Réttur barna til vímulauss uppeldis 28. október 2011 06:00 Nú er vímuvarnarvika sem stendur yfir frá 23.-30. október sem er helguð rétti barna til vímulauss uppeldis. Það er mikilvægt að ræða opinberlega um afleiðingar fíknisjúkdóma foreldra á börn. Nýlegar rannsóknir varpa ljósi á fylgni milli fíknisjúkdóma foreldra og barna og vekja upp spurningar um hvernig skynsamlegt er að standa að forvörnum í áfengis- og vímuefnamálum. Fíknisjúkdómar foreldra hafa víðtæk og skaðleg áhrif á börn þeirra ef ekki er kostur á stuðningi og viðeigandi meðferð. Neikvæð hegðun, svo sem árásargirni, depurð og kvíði, er algengari hjá börnum foreldra með fíknisjúkdóm en öðrum. Þá eru vandamál sem snerta hegðunarerfiðleika, einbeitingarskort, athygli og tengslamyndun algengari hjá börnum foreldra sem glíma við fíknisjúkdóm. En jafnvel þó að foreldrar hafi ekki verið greindir eða sótt sér meðferð við fíknisjúkdómi getur áfengisneysla foreldra haft mikil áhrif á börn og unglinga. Fjölmargar erlendar rannsóknir staðfesta að á heimilum þar sem áfengis er neytt reglulega hefja unglingar fyrr eigin drykkju og foreldrar geta síður stemmt stigu við áfengisneyslu þeirra. Rannsóknir gefa vísbendingar um að foreldrar undir áhrifum missi hæfni til þess að setja börnum skýr mörk, veita þeim hlýju og nánd og stuðla þannig að jákvæðri sjálfsmynd barna sinna. Regluleg áfengis- og vímuefnaneysla foreldra eykur líkur á neikvæðri sjálfsmynd barna, kvíða, depurð og leiða. Þá sýna rannsóknir að skýr tengsl eru milli ofbeldis innan veggja heimilis og áfengisneyslu, sem vitað er að hefur alvarleg áhrif á þroska barna sem alast upp í skugga þess. Foreldrar sem drekka með unglingum til þess að „kenna þeim að umgangast áfengi“ sýna börnum sínum misskilda umhyggju. Margar rannsóknir staðfesta að slík samdrykkja eykur drykkju unglinganna og hættu á að þeir þrói með sér fíknisjúkdóma. Almennt er upplifun barna af foreldrum undir áhrifum vond. Ef pabbinn eða mamman hafa ekki fulla dómgreind er þeim síður treystandi, þau verða óútreiknanlegri og valda barninu öryggisleysi. Eftir því sem neysla foreldris er langvinnari og stöðugri, þeim mun líklegra er að barnið þrói með sér vanlíðan sem það glímir við í uppvexti og fram á fullorðinsár. Hið jákvæða er að foreldrar sem vilja minnka líkurnar á að börn þeirra þrói með sér fíknisjúkdóm geta líklega gert það. Nærtækast er að bjóða barninu áfengis- og vímuefnalaust uppeldi. Í nýlegri íslenskri rannsókn kom fram að börn foreldra sem leita sér aðstoðar vegna fíknisjúkdóma eru allt að 2,5 sinnum líklegri til þess að þróa með sér fíkn en börn foreldra sem ekki glíma við fíknisjúkdóm. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í The New York Academy of Sciences árið 2010, en hún náði til 19.000 einstaklinga sem höfðu notið meðferðar á sjúkrastöð SÁÁ á Vogi. Hún leiddi í ljós svo sterka fylgni fíknar að hafi móðir leitað sér meðferðar geta verið allt að 40% líkur á því að barn hennar þrói með sér fíkn síðar á lífsleiðinni. Niðurstöðurnar eru sláandi og draga fram þá staðreynd að stór hópur íslenskra barna er í áhættuhópi frá unga aldri. Til þess draga úr áhættu þessara barna er skynsamlegast að beina forvörnum að foreldrum þeirra. Það er skilvirkasta leiðin til að tryggja rétt barna til vímulauss uppeldis og bjóða þeim möguleika á lífi án fíknisjúkdóma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Nú er vímuvarnarvika sem stendur yfir frá 23.-30. október sem er helguð rétti barna til vímulauss uppeldis. Það er mikilvægt að ræða opinberlega um afleiðingar fíknisjúkdóma foreldra á börn. Nýlegar rannsóknir varpa ljósi á fylgni milli fíknisjúkdóma foreldra og barna og vekja upp spurningar um hvernig skynsamlegt er að standa að forvörnum í áfengis- og vímuefnamálum. Fíknisjúkdómar foreldra hafa víðtæk og skaðleg áhrif á börn þeirra ef ekki er kostur á stuðningi og viðeigandi meðferð. Neikvæð hegðun, svo sem árásargirni, depurð og kvíði, er algengari hjá börnum foreldra með fíknisjúkdóm en öðrum. Þá eru vandamál sem snerta hegðunarerfiðleika, einbeitingarskort, athygli og tengslamyndun algengari hjá börnum foreldra sem glíma við fíknisjúkdóm. En jafnvel þó að foreldrar hafi ekki verið greindir eða sótt sér meðferð við fíknisjúkdómi getur áfengisneysla foreldra haft mikil áhrif á börn og unglinga. Fjölmargar erlendar rannsóknir staðfesta að á heimilum þar sem áfengis er neytt reglulega hefja unglingar fyrr eigin drykkju og foreldrar geta síður stemmt stigu við áfengisneyslu þeirra. Rannsóknir gefa vísbendingar um að foreldrar undir áhrifum missi hæfni til þess að setja börnum skýr mörk, veita þeim hlýju og nánd og stuðla þannig að jákvæðri sjálfsmynd barna sinna. Regluleg áfengis- og vímuefnaneysla foreldra eykur líkur á neikvæðri sjálfsmynd barna, kvíða, depurð og leiða. Þá sýna rannsóknir að skýr tengsl eru milli ofbeldis innan veggja heimilis og áfengisneyslu, sem vitað er að hefur alvarleg áhrif á þroska barna sem alast upp í skugga þess. Foreldrar sem drekka með unglingum til þess að „kenna þeim að umgangast áfengi“ sýna börnum sínum misskilda umhyggju. Margar rannsóknir staðfesta að slík samdrykkja eykur drykkju unglinganna og hættu á að þeir þrói með sér fíknisjúkdóma. Almennt er upplifun barna af foreldrum undir áhrifum vond. Ef pabbinn eða mamman hafa ekki fulla dómgreind er þeim síður treystandi, þau verða óútreiknanlegri og valda barninu öryggisleysi. Eftir því sem neysla foreldris er langvinnari og stöðugri, þeim mun líklegra er að barnið þrói með sér vanlíðan sem það glímir við í uppvexti og fram á fullorðinsár. Hið jákvæða er að foreldrar sem vilja minnka líkurnar á að börn þeirra þrói með sér fíknisjúkdóm geta líklega gert það. Nærtækast er að bjóða barninu áfengis- og vímuefnalaust uppeldi. Í nýlegri íslenskri rannsókn kom fram að börn foreldra sem leita sér aðstoðar vegna fíknisjúkdóma eru allt að 2,5 sinnum líklegri til þess að þróa með sér fíkn en börn foreldra sem ekki glíma við fíknisjúkdóm. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í The New York Academy of Sciences árið 2010, en hún náði til 19.000 einstaklinga sem höfðu notið meðferðar á sjúkrastöð SÁÁ á Vogi. Hún leiddi í ljós svo sterka fylgni fíknar að hafi móðir leitað sér meðferðar geta verið allt að 40% líkur á því að barn hennar þrói með sér fíkn síðar á lífsleiðinni. Niðurstöðurnar eru sláandi og draga fram þá staðreynd að stór hópur íslenskra barna er í áhættuhópi frá unga aldri. Til þess draga úr áhættu þessara barna er skynsamlegast að beina forvörnum að foreldrum þeirra. Það er skilvirkasta leiðin til að tryggja rétt barna til vímulauss uppeldis og bjóða þeim möguleika á lífi án fíknisjúkdóma.
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun