Tónlist

Coldplay var dáleidd

Dáleiddir Meðlimir Coldplay prófuðu að spila dáleiddir þegar þeir voru að semja lög fyrir nýjustu plötuna sína.
Dáleiddir Meðlimir Coldplay prófuðu að spila dáleiddir þegar þeir voru að semja lög fyrir nýjustu plötuna sína.
Coldplay-liðar, sem voru að gefa út nýja plötu, hafa viðurkennt að þeir hafi reynt að semja fyrir nýju plötuna í dáleiðslu. Þetta kom fram í spjalli BBC við bassaleikarann Guy Berryman. Platan, Mylo Xyloto, hefur fengið misjafnar viðtökur og fékk meðal annars eingöngu tvær stjörnur í Poppinu, fylgiriti Fréttablaðsins.

Berryman segir hins vegar að dáleiðslan hafi haft lítil sem engin áhrif á þá. „Þú færð tíu hugmyndir og það er kannski bara ein sem virkar,“ segir Berryman. Upptökustjórinn á nýju plötunni var Brian Eno. Hann er þekktur fyrir óhefðbundnar leiðir til að fá hljómsveitir til að gera eitthvað nýtt og Berryman segir að það hafi hentað þeim mjög vel.

„Við erum óhræddir við tilraunastarfsemi. Eno kom með vin sinn og við spiluðum dáleiddir en það skilaði engu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.