Innlent

Grunur um að hundi hafi verið stolið í innbroti

Hugrún Halldórsdóttir skrifar
Brotist var inn í íbúð í fjölbýlishúsi í Norðurmýrinni í Reykjavík laust eftir miðnætti í nótt. Innbrotsþjófarnir fóru inn um svefnherbergisglugga og höfðu á brott með sér tvær fartölvur. Húsráðendur sakna einnig chihuahua-hunds, en ekki er ljóst hvort að hinir óprúttnu aðilar hafi tekið hann með sér eða hann hreinlega sloppið út. Málið er í rannsókn.

Fimm gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt en mikil ölvun var í miðborginni. Nokkur minniháttar slagsmál komu upp á borð lögreglu og tók hún einn ökumann grunaðan um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá voru tveir teknir fyrir ölvunarakstur, þar af var einum veitt eftirför. Sá reyndi að koma sér undan á tveimur jafnfljótum en hann komst ekki langt og var handsamaður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×