„Ég er bara virkilega stoltur af mínu liði og mér fannst strákarnir berjast eins og ljón allan leikinn,“sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflvíkinga, eftir leikinn í kvöld.
„Það er virkilega sárt að horfa upp á dómarann gera í brækurnar í leiknum og jafnframt dýrt fyrir okkur. Gunnar Jarl (dómari leiksins) ofmetnaðist í fyrra og mér finnst hann í raun verri í ár og frammistaðan hans í kvöld var sorgleg".
„Við lögðum upp með ákveðna hluti í þessum leik og það skilaði okkur marki fljótlega í síðari hálfleiknum. Liðið reyndi að spila fótbolta allan tímann og það er ég virkilega ánægður með,“ sagði Willum eftir leikinn.

