Umfjöllun: Valsmenn einir á toppnum eftir sigur í Grindavík Ari Erlingsson skrifar 8. maí 2011 18:15 Grindvíkingar tóku á móti Valsmönnum í annarri umferð Pepsi deildar karla í kvöld. Bæði lið höfðu unnið góða sigra í fyrstu umferð og því var búist við jöfnum baráttuleik í Grindavík. Valsmenn kunnu greinilega betur við sig í rokinu í Grindavík og knúðu fram 2-0 sigur þar sem bæði mörk leiksins komu með tíu mínútna millibili í fyrri hálfleik. Það voru heimamenn sem byrjuðu leikinn betur og fyrstu 10-15 mínúturnar voru þeir til alls líklegir. Hinsvegar voru það Valsmenn sem skoruðu fyrsta mark leiksins og var þar á ferð Arnar Sveinn Geirsson með laglegri afgreiðslu eftir að hann slapp einn inn fyrir vörn Grindavíkur. Það sem eftir lifði seinni hálfleiks réðu Valsmenn gangi leiksins og nýttu þeir sér það óspart að vera með vindinn í bakið. Skutu ótt og títt af löngu færi en Jack Giddens ungur markvörður heimamanna var á tánum í markinu. Hann réð þó ekki við þrumufleyg Guðjóns Péturs Lýðssonar á 29 mínútu. Guðjón smellhitti boltann í bláhornið frá vítateigslínu eftir að hann hafði tekið frákast af sínu eigin skoti. Glæsilegt mark hjá Guðjóni. Seinni hálfleikur var mun rólegri en sá fyrri og var sem Grindvíkingar væri búnir að sætta sig við tap. Þeir voru undir í baráttunni á miðjunni og lítill broddur var í sókninni og reyndi lítið sem ekkert á Harald í marki Valsmanna Það var greinilegt að mótlætið fór í taugarnar á Grindvíkingum og eyddu þeir töluverðu púðri í það að hnýta i dómarann og fengu Grindvíkingar að lokum eitt rautt spjald þegar Óli Baldur Bjarnason framkvæmdi háskalega tæklingu á miðjum vellinum. Þeir rauðkæddu fóru sér aðeins hægar í seinni hálfleik en hefðu þó með smá heppni getað skorað þriðja markið. Christian Mouritsen Færeyingurinn knái átti til að mynda dauðafæri undir lok leiksins en skot hans fór yfir. Lokastaðan 0-2 fyrir Valsmenn. Sanngjarn sigur Valsmanna í rokleik þar sem barátta og dugnaður Valsmanna skilaði stigunum í hús. Það er greinilegt allt annað yfirbragði yfir Valsliðinu í sumar en undanfarin ár. Guðjón Lýðsson hefur komið gríðarlega sterkur inn á miðjuna sem og Færeyingarnir þrír. Þá hefur Kristján þjálfari eflaust fengið strákana sína til að trúa á sjálfa sig því þeir spiluðu fullir sjálfstrausts í kvöld. Það sama er kannski ekki hægt að segja um Grindvíkinga. Einhvern slagkraft vantaði í þá fram á við og það var eins og þeir væru á eftir í alla bolta á miðjunni. Það er því ærið verk fyrir Ólaf þjálfara að blása líf í leik sinna manna fyrir næsta leik á miðvikudaginn. Grindavík– Valur 0-2 - tölfræðin 0-1 Arnar Sveinn Geirsson (19.) 0-2 Guðjón Pétur Lýðsson (29.) Grindavíkurvöllur. Áhorfendur: 1013 Dómari: Magnús Þórisson (7) Skot (á mark): 8–12 (2-6) Varin skot: Jack 4 – Haraldur 2 Hornspyrnur: 5–6 Aukaspyrnur fengnar: 11–14 Rangstöður: 1–1Grindavík (4-5-1): Jack Giddens 6 Alexander Magnússon 5 (71., Robbie Winters 5) Ólafur Örn Bjarnason 5 Jamie Patrick McCunnie4 Bogi Rafn Einarsson 4 Jóhann Helgason 6 Yacine Si Salem 4 (62., Magnús Björgvinsson 5) Orri Freyr Hjaltalín 6 Ian Paul Mcshane 7 Scott Mckenna Ramsay 5 (79., Óli Baldur Bjarnason -) Michael Pospisis 3Valur (4-4-2): Haraldur Björnsson 6 Jónas Tór Næs 6 Atli Sveinn Þórarinsson 7 Halldór Kristinn Halldórsson 7 Pól Jóhannus Justinussen 7 Arnar Sveinn Geirsson 6 (75., Rúnar Már Sigurjónsson -) Haukur Páll Sigurðsson 6Guðjón Pétur Lýðsson 8 - maður leiksins - Matthías Guðmundsson 6 (79., Jón Vilhelm Ákason -) Christian R. Mouritsen 8 (87., Sigurbjörn Hreiðarsson -) Hörður Sveinsson 5 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Fleiri fréttir Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Sjá meira
Grindvíkingar tóku á móti Valsmönnum í annarri umferð Pepsi deildar karla í kvöld. Bæði lið höfðu unnið góða sigra í fyrstu umferð og því var búist við jöfnum baráttuleik í Grindavík. Valsmenn kunnu greinilega betur við sig í rokinu í Grindavík og knúðu fram 2-0 sigur þar sem bæði mörk leiksins komu með tíu mínútna millibili í fyrri hálfleik. Það voru heimamenn sem byrjuðu leikinn betur og fyrstu 10-15 mínúturnar voru þeir til alls líklegir. Hinsvegar voru það Valsmenn sem skoruðu fyrsta mark leiksins og var þar á ferð Arnar Sveinn Geirsson með laglegri afgreiðslu eftir að hann slapp einn inn fyrir vörn Grindavíkur. Það sem eftir lifði seinni hálfleiks réðu Valsmenn gangi leiksins og nýttu þeir sér það óspart að vera með vindinn í bakið. Skutu ótt og títt af löngu færi en Jack Giddens ungur markvörður heimamanna var á tánum í markinu. Hann réð þó ekki við þrumufleyg Guðjóns Péturs Lýðssonar á 29 mínútu. Guðjón smellhitti boltann í bláhornið frá vítateigslínu eftir að hann hafði tekið frákast af sínu eigin skoti. Glæsilegt mark hjá Guðjóni. Seinni hálfleikur var mun rólegri en sá fyrri og var sem Grindvíkingar væri búnir að sætta sig við tap. Þeir voru undir í baráttunni á miðjunni og lítill broddur var í sókninni og reyndi lítið sem ekkert á Harald í marki Valsmanna Það var greinilegt að mótlætið fór í taugarnar á Grindvíkingum og eyddu þeir töluverðu púðri í það að hnýta i dómarann og fengu Grindvíkingar að lokum eitt rautt spjald þegar Óli Baldur Bjarnason framkvæmdi háskalega tæklingu á miðjum vellinum. Þeir rauðkæddu fóru sér aðeins hægar í seinni hálfleik en hefðu þó með smá heppni getað skorað þriðja markið. Christian Mouritsen Færeyingurinn knái átti til að mynda dauðafæri undir lok leiksins en skot hans fór yfir. Lokastaðan 0-2 fyrir Valsmenn. Sanngjarn sigur Valsmanna í rokleik þar sem barátta og dugnaður Valsmanna skilaði stigunum í hús. Það er greinilegt allt annað yfirbragði yfir Valsliðinu í sumar en undanfarin ár. Guðjón Lýðsson hefur komið gríðarlega sterkur inn á miðjuna sem og Færeyingarnir þrír. Þá hefur Kristján þjálfari eflaust fengið strákana sína til að trúa á sjálfa sig því þeir spiluðu fullir sjálfstrausts í kvöld. Það sama er kannski ekki hægt að segja um Grindvíkinga. Einhvern slagkraft vantaði í þá fram á við og það var eins og þeir væru á eftir í alla bolta á miðjunni. Það er því ærið verk fyrir Ólaf þjálfara að blása líf í leik sinna manna fyrir næsta leik á miðvikudaginn. Grindavík– Valur 0-2 - tölfræðin 0-1 Arnar Sveinn Geirsson (19.) 0-2 Guðjón Pétur Lýðsson (29.) Grindavíkurvöllur. Áhorfendur: 1013 Dómari: Magnús Þórisson (7) Skot (á mark): 8–12 (2-6) Varin skot: Jack 4 – Haraldur 2 Hornspyrnur: 5–6 Aukaspyrnur fengnar: 11–14 Rangstöður: 1–1Grindavík (4-5-1): Jack Giddens 6 Alexander Magnússon 5 (71., Robbie Winters 5) Ólafur Örn Bjarnason 5 Jamie Patrick McCunnie4 Bogi Rafn Einarsson 4 Jóhann Helgason 6 Yacine Si Salem 4 (62., Magnús Björgvinsson 5) Orri Freyr Hjaltalín 6 Ian Paul Mcshane 7 Scott Mckenna Ramsay 5 (79., Óli Baldur Bjarnason -) Michael Pospisis 3Valur (4-4-2): Haraldur Björnsson 6 Jónas Tór Næs 6 Atli Sveinn Þórarinsson 7 Halldór Kristinn Halldórsson 7 Pól Jóhannus Justinussen 7 Arnar Sveinn Geirsson 6 (75., Rúnar Már Sigurjónsson -) Haukur Páll Sigurðsson 6Guðjón Pétur Lýðsson 8 - maður leiksins - Matthías Guðmundsson 6 (79., Jón Vilhelm Ákason -) Christian R. Mouritsen 8 (87., Sigurbjörn Hreiðarsson -) Hörður Sveinsson 5
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Fleiri fréttir Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Sjá meira
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti