Fótbolti

Zlatan Ibrahimovic meistari áttunda tímabilið í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic fagnar hér titlinum í gær.
Zlatan Ibrahimovic fagnar hér titlinum í gær. Mynd/AP
Svíinn Zlatan Ibrahimovic varð í gærkvöldi ítalskur meistari með félögum sínum í AC Milan og hélt þar með áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni. Þetta er í níunda sinn á ferlinum sem Zlatan verður meistari með sínu félagi en hann hefur nú fagnað meistaratitli á hverju ári frá og með tímabilinu 2003-2004.

Zlatan varð hollenskur meistari á sínu síðasta tímabili með Ajax veturinn 2003-04 og vann síðan ítalska titilinn á báðum árum sínum með Juventus (2004-05 og 2005-06). Báðir titlarnir með Juventus voru seinna teknir af Juve vegna Calciopoli-hneykslisins þar sem forráðamenn félagsins voru uppvísir af því að semja um úrslit leikja.  

Zlatan fór í framhaldinu yfir til Inter Milan þar sem hann var ítalskur meistari öll þrjú tímabilin sín áður en hann fór til Barcelona fyrir tímabilið 2009-10 og vann þar spænska meistaratitilinn.

Zlatan varð síðan í gær meistari á sínu fyrsta ári með AC Milan en félagið hafði þá ekki unnið ítalska meistaratitilin síðan 2004. Zlatan hefur spilað frábærlega á þessu tímabilið en hefur að sjálfsögðu lent í allskyns vandræðum líka. Tölfræðin er ekki slæm enda búinn að skora 14 mörk og gefa 11 stoðsendingar í 25 leikjum.

Zlatan hefur nú orðið meistari átta ár í röð með liðum sínum og undanfarin fimm tímabil hefur hann skorað 14 mörk eða fleiri fyrir sín lið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×