Stoltið hýrt Brynhildur Björnsdóttir skrifar 5. ágúst 2011 07:15 Ég lærði orðið hommi í skólanum þegar ég var tíu ára. Eða reyndar Á skólanum. Einhvern morguninn blöstu orðin HOMMI+HÓRA=SÖN ÁST við á nokkrum útveggjum. Ég vissi ekkert hvaða fólk þetta var, enda lítið talað um þau inni í skólanum eða í sjónvarpinu, en datt helst í hug að þessir krakkar væru í tólf ára bekknum og þetta væri óður til kærleika þeirra. Í frímínútum komst ég svo auðvitað að því að þetta voru ekki sérnöfn, þetta voru tegundaheiti á mannlegri hegðun sem lögð var að jöfnu og þótti neikvæð. Og meira lærði ég ekki í mörg ár. Þannig að þegar ég kynntist fyrsta hommanum voru mín fyrstu viðbrögð að vorkenna honum og næst kom ein spurning: „Hvert ætlarðu að flytja?“ Möguleikinn á því að vinur minn gæti unnið við það sem honum sýndist, búið þar sem hann langaði til, eignast börn og buru, farið í fjölskylduboð og í bæinn á Þorláksmessu, verandi sá sem hann var og elskandi þá sem hann vildi elska, var ekki fyrir hendi. Að minnsta kosti ekki á Íslandi. Ég sá fyrir mér líf í leynum eða ofsóknir, hrakninga og hjartasár það sem eftir lifði ævinnar. Tuttugu og eitthvað árum síðar stend ég á götuhorni á morgun og veifa vini mínum þegar hann fer framhjá í skrúðgöngu þar sem hann fagnar lífinu og því að vera hommi ásamt öllum hinum hommunum og lesbíunum sem ganga, hjóla, dansa, aka eða valhoppa í gleðigöngunni til að fagna lífinu, fjölbreytni, frelsi og kærleika. Gleðigangan á Íslandi er sú merkilegasta í heimi. Hvergi nema hér er Gay Pride fjölskylduhátíð þar sem sérkynhneigðir og samkynhneigðir skemmta samborgurum sínum af öllum aldri og kynjum með dansi, söng, búningum og skreytingum, eins og einskær gleðin væri ekki nóg. Og tugþúsundir manna, kvenna og barna fagna og gleðjast með. Þennan dag eru Íslendingar fremstir þjóða í að viðurkenna að ástin spyr hvorki um stétt né stöðu og svo framarlega sem landslögum er fylgt hvað varðar aldur og upplýst samþykki þá velur hver fyrir sig hjá hverjum hann eða hún sefur og hvernig. Ég er sjaldan eins stolt af því að vera íslensk og á Gay Pride. Nema kannski þegar ég sé fyrir mér samtal tveggja unglinga í dag sem er einhvern veginn svona „Hérna, ég er gay…“ „Já, mig grunaði það. Kúl. Til hamingju með þig.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun
Ég lærði orðið hommi í skólanum þegar ég var tíu ára. Eða reyndar Á skólanum. Einhvern morguninn blöstu orðin HOMMI+HÓRA=SÖN ÁST við á nokkrum útveggjum. Ég vissi ekkert hvaða fólk þetta var, enda lítið talað um þau inni í skólanum eða í sjónvarpinu, en datt helst í hug að þessir krakkar væru í tólf ára bekknum og þetta væri óður til kærleika þeirra. Í frímínútum komst ég svo auðvitað að því að þetta voru ekki sérnöfn, þetta voru tegundaheiti á mannlegri hegðun sem lögð var að jöfnu og þótti neikvæð. Og meira lærði ég ekki í mörg ár. Þannig að þegar ég kynntist fyrsta hommanum voru mín fyrstu viðbrögð að vorkenna honum og næst kom ein spurning: „Hvert ætlarðu að flytja?“ Möguleikinn á því að vinur minn gæti unnið við það sem honum sýndist, búið þar sem hann langaði til, eignast börn og buru, farið í fjölskylduboð og í bæinn á Þorláksmessu, verandi sá sem hann var og elskandi þá sem hann vildi elska, var ekki fyrir hendi. Að minnsta kosti ekki á Íslandi. Ég sá fyrir mér líf í leynum eða ofsóknir, hrakninga og hjartasár það sem eftir lifði ævinnar. Tuttugu og eitthvað árum síðar stend ég á götuhorni á morgun og veifa vini mínum þegar hann fer framhjá í skrúðgöngu þar sem hann fagnar lífinu og því að vera hommi ásamt öllum hinum hommunum og lesbíunum sem ganga, hjóla, dansa, aka eða valhoppa í gleðigöngunni til að fagna lífinu, fjölbreytni, frelsi og kærleika. Gleðigangan á Íslandi er sú merkilegasta í heimi. Hvergi nema hér er Gay Pride fjölskylduhátíð þar sem sérkynhneigðir og samkynhneigðir skemmta samborgurum sínum af öllum aldri og kynjum með dansi, söng, búningum og skreytingum, eins og einskær gleðin væri ekki nóg. Og tugþúsundir manna, kvenna og barna fagna og gleðjast með. Þennan dag eru Íslendingar fremstir þjóða í að viðurkenna að ástin spyr hvorki um stétt né stöðu og svo framarlega sem landslögum er fylgt hvað varðar aldur og upplýst samþykki þá velur hver fyrir sig hjá hverjum hann eða hún sefur og hvernig. Ég er sjaldan eins stolt af því að vera íslensk og á Gay Pride. Nema kannski þegar ég sé fyrir mér samtal tveggja unglinga í dag sem er einhvern veginn svona „Hérna, ég er gay…“ „Já, mig grunaði það. Kúl. Til hamingju með þig.“