Innlent

Urðu vélarvana á Þingvallavatni

Þingvallavatn.
Þingvallavatn.
Lögreglan á Selfossi og björgunarsveitir leituðu tveggja karlmanna í gærkvöldi sem týndust á Þingvallavatni.

Mennirnir fóru út á vatnið um klukkan sjö í gærkvöldi. Þeir létu svo vita af sér um klukkan ellefu en svo virðist sem mótor bátarins sem þeir voru á, hafi bilað og ráku þeir stjórnlaust.

Þeim tókst að láta lögregluna vita af sér og var leit hafin. Mennirnir voru þó ekki með nein ljós á sér og því illmögulegt að láta vita af sér. Mönnunum tókst að róa í land að lokum. Björgunarsveitir fundu þá tveimur tímum eftir að leit hófst.

Það voru björgunarsveitir frá Selfossi, Grímsnesi, Laugarvatni og Eyrarbakka sem voru kallaðar út til leitar. Þær náðu sambandi við mennina sem voru að róa í land.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×