Lífið

Nýja Lisbeth Salander frumsýnd

Rooney Mara í gervi hinnar óútreiknanlegu Lisbeth Salander.
Rooney Mara í gervi hinnar óútreiknanlegu Lisbeth Salander.

Fyrsta opinbera ljósmyndin af Rooney Mara í gervi Lisbeth Salander hefur verið birt í tímaritinu W. Kvikmyndin The Girl With The Dragon Tattoo, sem er Hollywood-endurgerð Karlmanna sem hata konur, verður frumsýnd 21. desember og þar leikur Mara hina óútreiknanlegu Salander.

Eins og sjá má á ljósmyndinni er hin nýja Salander töluvert horaðri en forveri hennar og virðist ívið grimmari, sem er meira í takt við lýsingarnar á henni í Millennium-þríleik Stiegs Larsson. Tökur á The Girl With The Dragon Tattoo fara fram í Svíþjóð og leikstjóri er David Fincher, sem síðast sendi frá sér The Social Network.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.