Handbolti

Snorri Steinn: Menn eru mjög hungraðir

Henry Birgir Gunnarsson í Linköping skrifar

Snorri Steinn Guðjónsson, miðjumaður íslenska landsliðsins, var einbeittur á æfingu íslenska landsliðsins í dag og er klár í slaginn á morgun líkt og aðrir leikmenn íslenska laandsliðsins.

"Þetta verkefni leggst vel í mig. Menn eru alltaf léttir og bjartir fyrir mót. Ég held við séum tilbúnir. Erum búnir að æfa og það hefur verið góður stígandi í liðinu. Okkur hlakkar til og við ætlum að kýla á það á morgun," segir Snorri en það má bersýnilega sjá á strákunum að þeir eru ákveðnir í að ná árangri.

"Menn eru mjög hungraðir og virkilega einbeittir. Maður hefur fundið það frá fyrstu æfingu. Maður veit samt aldrei fyrr en mótið fer í gang. Menn bíða spenntir eftir því að sjá hvar við raunverulega stöndum."

Nuddarinn í ungverska liðinu er litríkur karakter en hann minnir helst á lítinn súmóglímukappa.

"Hann er eini maðurinn sem ég man alltaf eftir hjá Ungverjunum. Ég mæli með því að fólk tékki á honum þegar það er sýnt frá bekk Ungverjanna. Sjón er sögu ríkari," sagði Snorri léttur.

Hægt er að sjá viðtalið við Snorra í heild sinni með því að smella á "horfa á myndskeið með frétt".










Fleiri fréttir

Sjá meira


×