Nýdæmdur grunaður um lífshættulega árás 13. janúar 2011 06:15 Árásin á nýársnótt var framin í Hafnarstræti. Sá sem slasaðist féll niður stiga og í kjölfarið er talið að Andri Vilhelm hafi traðkað á andliti hans og veitt honum lífshættulega áverka á heila.Fréttablaðið/gva Andri Vilhelm Guðmundsson, 24 ára Keflvíkingur, situr nú í gæsluvarðhaldi grunaður um alvarlega líkamsárás á nýársnótt. Andri var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi 26. nóvember síðastliðinn fyrir tvær hrottafengnar líkamsárásir, rán og frelsissviptingu en gekk laus þar sem hann tók sér frest til að áfrýja dómnum. Andri var handtekinn 2. janúar grunaður um að hafa lent í átökum við mann í Hafnarstræti á nýársnótt og veitt honum alvarlega áverka. Hann var úrskurðaður í fjögurra daga varðhald, sem síðan var framlengt til 4. febrúar. Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurðinn í fyrradag. Samkvæmt honum er Andri grunaður um að hafa hrint hinum manninum niður tröppur og síðan sparkað í eða traðkað á höfði hans og andliti. Maðurinn höfuðkúpubrotnaði og hlaut lífshættulega áverka á heila en útlit er fyrir að hann nái sér að mestu. Vitni lýsa átökunum á þann veg að báðir mennirnir hafi rifið sig úr að ofan og að Andri Vilhelm hafi veist að hinum með karate- og „kick-box“-spörkum. Lögregla telur atlöguna varða við 218. grein hegningarlaga um sérstaklega alvarlega líkamsárás. Hámarksfangelsi fyrir slíka árás er sextán ára fangelsi. Andri hefur viðurkennt að hafa lent í átökum við manninn en hafnar því alfarið að hafa hrint honum niður tröppur eða traðkað á höfði hans. Á nýársnótt voru ekki liðnar nema sex vikur síðan Andri hlaut tveggja og hálfs árs fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness fyrir tvær líkamsárásir, rán og frelsissviptingu. Í öðru málinu var hann fundinn sekur um að hafa brotið fjölmörg bein í andliti manns með því að berja hann með steini. Í hinu málinu var hann dæmdur ásamt samverkamanni fyrir að halda manni föngnum í átta klukkustundir og ganga í skrokk á honum. Þeir lokuðu manninn meðal annars inni í fataskáp og hengdu 400 vatta ljósaperu yfir höfuðið á honum, vöfðu síðar rafmagnssnúru um háls hans og hertu að þar til maðurinn missti nánast meðvitund og bundu hann að síðustu við stól, límdu fyrir munn hans og börðu hann í bringuna með golfkylfu. Að þessu loknu neyddu þeir hann til að fara í banka og biðja um yfirdrátt til að greiða skuld, annars hlyti sambýliskona hans verra af. Dómurinn var ekki birtur Andra fyrr en 3. janúar og ekki er unnt að fullnusta hann strax þar sem hann tók sér frest til að áfrýja. stigur@frettabladid.is Mest lesið Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Innlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira
Andri Vilhelm Guðmundsson, 24 ára Keflvíkingur, situr nú í gæsluvarðhaldi grunaður um alvarlega líkamsárás á nýársnótt. Andri var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi 26. nóvember síðastliðinn fyrir tvær hrottafengnar líkamsárásir, rán og frelsissviptingu en gekk laus þar sem hann tók sér frest til að áfrýja dómnum. Andri var handtekinn 2. janúar grunaður um að hafa lent í átökum við mann í Hafnarstræti á nýársnótt og veitt honum alvarlega áverka. Hann var úrskurðaður í fjögurra daga varðhald, sem síðan var framlengt til 4. febrúar. Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurðinn í fyrradag. Samkvæmt honum er Andri grunaður um að hafa hrint hinum manninum niður tröppur og síðan sparkað í eða traðkað á höfði hans og andliti. Maðurinn höfuðkúpubrotnaði og hlaut lífshættulega áverka á heila en útlit er fyrir að hann nái sér að mestu. Vitni lýsa átökunum á þann veg að báðir mennirnir hafi rifið sig úr að ofan og að Andri Vilhelm hafi veist að hinum með karate- og „kick-box“-spörkum. Lögregla telur atlöguna varða við 218. grein hegningarlaga um sérstaklega alvarlega líkamsárás. Hámarksfangelsi fyrir slíka árás er sextán ára fangelsi. Andri hefur viðurkennt að hafa lent í átökum við manninn en hafnar því alfarið að hafa hrint honum niður tröppur eða traðkað á höfði hans. Á nýársnótt voru ekki liðnar nema sex vikur síðan Andri hlaut tveggja og hálfs árs fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness fyrir tvær líkamsárásir, rán og frelsissviptingu. Í öðru málinu var hann fundinn sekur um að hafa brotið fjölmörg bein í andliti manns með því að berja hann með steini. Í hinu málinu var hann dæmdur ásamt samverkamanni fyrir að halda manni föngnum í átta klukkustundir og ganga í skrokk á honum. Þeir lokuðu manninn meðal annars inni í fataskáp og hengdu 400 vatta ljósaperu yfir höfuðið á honum, vöfðu síðar rafmagnssnúru um háls hans og hertu að þar til maðurinn missti nánast meðvitund og bundu hann að síðustu við stól, límdu fyrir munn hans og börðu hann í bringuna með golfkylfu. Að þessu loknu neyddu þeir hann til að fara í banka og biðja um yfirdrátt til að greiða skuld, annars hlyti sambýliskona hans verra af. Dómurinn var ekki birtur Andra fyrr en 3. janúar og ekki er unnt að fullnusta hann strax þar sem hann tók sér frest til að áfrýja. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Innlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira