Viðskipti erlent

Dressmann og Rolling Stones í eina sæng

Norska herrafatakeðjan Dressmann og hljómsveitin Rolling Stones hafa náð samkomulagi um samstarf sín í millum. Þar að auki hefur Dressmann látið hanna nýtt lógó og ætlar að breyta innréttingum í verslunum sínum.

Fjallað er um málið í Dagens Næringsliv. Þar segir að í tilefni þessa hafi Dressmann flogið 600 verslunarstjórum sínum til Argentínu þar sem ráðstefna var haldin til að kynna breytingarnar. Þar héldu Roling Stones einkatónaleika fyrir verslunarstjórana. Talið er að þeir tónleikar hafi kostað Dressmann nokkur hundruð milljóna kr.

Knut Vidar Nielsen frá auglýsingastofunni Sprint segir að samkomulagið milli Dressmann og Rolling Stones feli m.a. í sér að hljómsveitin leggur til sína eigin fatalínu sem síðan verður til sölu í verslunum Dressmann. Samhliða þessu hefur Dressmann keypt höfundaréttinn að sex nýjum lögum Rolling Stones en þau á að nota í nýrri auglýsingaherferð.

Eigendur Dressmann, bræðurnir Petter, Joakim og Marius Varner, eru mjög ánægðir með samkomulagið við Rolling Stones og sjá það sem tímamót fyrir keðjuna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×